Keppa í Kaupmannahöfn einu og hálfu ári eftir að mótið átti að fara fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 17:02 Íslenski hópurinn hefur þurft að bíða mjög lengi eftir þessu móti. Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Ísland á fulltrúa á Norðurlandamótinu í grjótglímu í Kaupmannahöfn en það er óhætt að segja að keppendur okkar hafi þurft að bíða lengi eftir þessu móti. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttakeppnir frá því í mars 2020 en það eru þó ekki mörg mót sem hafa þurft að bíða í átján mánuði eftir að fara fram. Íslenski landsliðshópurinn í klifri er nú staddur í Kaupmannahöfn þar sem þau taka þátt á Norðurlandamótinu í grjótglímu (e. bouldering) sem fram fer í Bison Boulders í Kaupmannahöfn dagana 6-7. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram í febrúar 2020 en vegna aðstæðna hefur það frestast um hálft annað ár. Hópurinn hefur því beðið nokkuð lengi eftir því að komast til keppni og eytt miklum tíma í æfingar á þessum flóknu tímum. Hópurinn hefur verið við æfingar í Kaupmannahöfn síðast liðna viku, er vel stemmdur fyrir helginni og setur stefnuna hátt samkvæmt fréttatilkynningu frá Klifursambandi Íslands. Keppni hefst á föstudaginn með undanúrslitum eldri hópa en þar keppa þau Gabríela Einarsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, Klifurfélagi Reykjavíkur, í Junior-flokki (2002-2003). Þau hafa bæði tekið þátt á NM áður, en Gabríela hefur einu sinni náð í úrslit. Hér má íslenska hópinn sem keppir í Kaupmannahöfn.Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Undanúrslit yngri hópa fara fram laugardagsmorguninn. Í A-flokki (2004-2005) klifra þau Árni Hrafn Hrólfsson, Klifurdeild Bjarkanna, og þau Lukka Mörk Sigurðardóttir og Sólon Thorberg Helgason frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Lukka Mörk á besta árangur íslenskra klifrara á Norðurlandamóti nýlega en hún hafnaði í fjórða sæti á síðasta móti sem fram fór í Helsinki 2019. Í B-flokki (2006-2007) klifra þau Elís Gíslason, Klifurfélagi Reykjavíkur og Sylvía Þórðardóttir, Klifurfélagi ÍA, en þau eru bæði að keppa á Norðurlandamóti í fyrsta sinn. Fyrir hópnum fara þeir Elmar Orri Gunnarsson, Klifurfélagi Reykjavíkur og Þórður Sævarsson, Klifurfélagi ÍA. Klifur Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttakeppnir frá því í mars 2020 en það eru þó ekki mörg mót sem hafa þurft að bíða í átján mánuði eftir að fara fram. Íslenski landsliðshópurinn í klifri er nú staddur í Kaupmannahöfn þar sem þau taka þátt á Norðurlandamótinu í grjótglímu (e. bouldering) sem fram fer í Bison Boulders í Kaupmannahöfn dagana 6-7. ágúst. Mótið átti upphaflega að fara fram í febrúar 2020 en vegna aðstæðna hefur það frestast um hálft annað ár. Hópurinn hefur því beðið nokkuð lengi eftir því að komast til keppni og eytt miklum tíma í æfingar á þessum flóknu tímum. Hópurinn hefur verið við æfingar í Kaupmannahöfn síðast liðna viku, er vel stemmdur fyrir helginni og setur stefnuna hátt samkvæmt fréttatilkynningu frá Klifursambandi Íslands. Keppni hefst á föstudaginn með undanúrslitum eldri hópa en þar keppa þau Gabríela Einarsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, Klifurfélagi Reykjavíkur, í Junior-flokki (2002-2003). Þau hafa bæði tekið þátt á NM áður, en Gabríela hefur einu sinni náð í úrslit. Hér má íslenska hópinn sem keppir í Kaupmannahöfn.Mynd/Klifursamband Íslands/Sigurður Ólafur Undanúrslit yngri hópa fara fram laugardagsmorguninn. Í A-flokki (2004-2005) klifra þau Árni Hrafn Hrólfsson, Klifurdeild Bjarkanna, og þau Lukka Mörk Sigurðardóttir og Sólon Thorberg Helgason frá Klifurfélagi Reykjavíkur. Lukka Mörk á besta árangur íslenskra klifrara á Norðurlandamóti nýlega en hún hafnaði í fjórða sæti á síðasta móti sem fram fór í Helsinki 2019. Í B-flokki (2006-2007) klifra þau Elís Gíslason, Klifurfélagi Reykjavíkur og Sylvía Þórðardóttir, Klifurfélagi ÍA, en þau eru bæði að keppa á Norðurlandamóti í fyrsta sinn. Fyrir hópnum fara þeir Elmar Orri Gunnarsson, Klifurfélagi Reykjavíkur og Þórður Sævarsson, Klifurfélagi ÍA.
Klifur Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira