Íslenska á að sameina ekki sundra Alexandra Ýr van Erven skrifar 6. ágúst 2021 11:01 Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun