Trump: Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:01 Konan með fjólubláa hárið, Megan Rapinoe, í leik Bandaríkjanna og Ástralíu um bronsið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún skoraði tvö mörk í 4-3 sigri bandaríska liðsins. getty/Francois Nel Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að Megan Rapinoe og vinstri sinnuðu brjálæðingarnir í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta hafi kostað það gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira