Trump: Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:01 Konan með fjólubláa hárið, Megan Rapinoe, í leik Bandaríkjanna og Ástralíu um bronsið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún skoraði tvö mörk í 4-3 sigri bandaríska liðsins. getty/Francois Nel Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að Megan Rapinoe og vinstri sinnuðu brjálæðingarnir í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta hafi kostað það gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira