Skima, skima, skima! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson skrifa 6. ágúst 2021 15:00 Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar