Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á slaginu 18:30. Vísir

Staðan á Landspítalanum er tekin að líkjast svartsýnni hluta spálíkans um innlagnir og fjölda sjúklinga á gjörgæslu, að mati yfirlæknis. Landspítalinn áætlar að um fimm þúsund manns muni smitast af kórónuveirunni á næstu sex vikum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þá segjum við frá því að framkvæmdastjóri á spítalanum segir ólíklegt að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, en fjármálaráðherra gerði framleiðni kerfisins að umtalsefni sínu á dögunum.

Sósíalistaflokkurinn hefur birt lista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður, en flokkurinn býður nú fram í fyrsta sinn til Alþingis. Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri sósíalista, skipar fyrsta sæti flokksins í kjördæminu, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skipar það fjórða.

Við segjum frá mikilli umferð ferðamanna um Friðland að Fjallabaki í sumar en tveir starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa eftirlit með svæðinu.

Við sláum síðan botninn í fréttatímann með hundinum Mosa. Hann er starfsmaður á Kleppi, sinnir móttöku nýrra skjólstæðinga og er til staðar fyrir þá sem þurfa á knúsi að halda.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×