Júlían lyfti samanlagt 1.105 kílóum í keppninni í dag sem var þriðji besti árangur mótsins. Hann lyfti 400 kílóum í hnébeygju, 315 kílóum í bekkpressu og 390 kílóum í réttstöðulyftu.
Enginn lyfti þyngra en Júlían í réttstöðulyftunni og hann því Evrópumeistari í greininni. Hann lyfti einnig 420 kílóum í hnébeygju en sú lyfta var dæmd ógild vegna tæknigalla.
Júlían reyndi einnig við 420,5 kíló, heimsmetsþyngd, í réttstöðulyftu en tókst ekki að lyfta því. Að lyfta þeirri þyngd hefði dugað Júlían til sigurs á mótinu.
3. sæti á EM í kraftlyftingum!
— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) August 8, 2021
Ég lauk keppni með 1105 kg í samanlögðu á mínu fyrsta alþjóðalegamóti síðan í lok árs 2019. pic.twitter.com/Lo3dniwuWQ
Guðfinnur Snær Magnússon keppti einnig í 120+ kg flokki á mótinu í dag en náði ekki gildri lyftu og féll úr keppni.