Haukur bílasali sem ferðast um á dráttarvél Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. ágúst 2021 20:06 Haukur alsæll með dráttarvélina sína, sem hann notar oft og iðulega til að fara í og úr vinnu. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við verðum að viðhalda sveitastemmingunni“ segir bílasali á Selfossi og aðdáandi dráttarvéla en hann fer meira og minna allar sínar ferðir á Massey Ferguson dráttarvél. Bílasalinn segir ökumenn mjög tillitssama þegar hann er á dráttarvélinni. Haukur Baldvinsson og fjölskylda búa á bænum Austurási rétt fyrir utan Selfoss þar sem þau eru með myndarlegt hrossaræktarbú. Haukur sækir vinnu daglega á Toyota bílasöluna á Selfossi, sem hann rekur og þá er hann ekkert að nota Toyota bíla til að fara í og úr vinnu, nei hann notar Massey Ferguson dráttarvél enda mikill áhugamaður um þá tegund af dráttarvélum. Haukur er snyrtimenni mikið og geymir dráttarvélina alltaf inni á nóttunni og bónar hana reglulega. „Já, ég fer á dráttarvélinni í og úr vinnu, ekki alltaf en mjög oft, maður þarf aðeins að viðhalda sveitastemmingunni. Þetta er nú bara miðlungs vél, sem er ekkert óalgeng í sveitinni. Við erum hobbí bændur með hrossabúskap, þetta er vél sem dugar okkur í þau verk, sem þar eru,“ segir Haukur ánægður með traktorinn sinn. Haukur Baldvinsson, sem rekur Toyota bílasöluna á Selfossi ferðast oftar en ekki á Massey Ferguson dráttarvél í og úr vinnu. Hér er hann að koma í vinnuna á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, þetta viðheldur aðeins sveitarómantíkinni í hjartanu á manni. Ég tala nú ekki um í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Selfossi, að grípa aðeins dráttarvélina og fara á henni í vinnuna, það er bara gaman.“ Haukur segist alltaf fá þó nokkra athygli þegar hann ferðast um á dráttarvélinni. En hvernig taka ökumenn honum? „Bara mjög vel, þessar vélar halda upp undir 50 kílómetra hraða, þannig að maður er ekki mikið fyrir en annars taka menn manni vel og maður víkur ef maður getur vikið og annað, það er minnsta málið.“ Haukur er líka með flottan póstkassa við bæinn sinn? „Já, tókstu eftir það, það verður einhvern veginn að halda stílnum og að hafa Massey Ferguson póstkassa líka, þetta er nú smá nostalgía í þessu. En ég á ekki Massey Ferguson húfu, ég þarf að kaupa mér eina slíka," sagði Haukur glaður í bragði. Póstkassinn í Austurási er vel merktur Massey Ferguson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Bílar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Haukur Baldvinsson og fjölskylda búa á bænum Austurási rétt fyrir utan Selfoss þar sem þau eru með myndarlegt hrossaræktarbú. Haukur sækir vinnu daglega á Toyota bílasöluna á Selfossi, sem hann rekur og þá er hann ekkert að nota Toyota bíla til að fara í og úr vinnu, nei hann notar Massey Ferguson dráttarvél enda mikill áhugamaður um þá tegund af dráttarvélum. Haukur er snyrtimenni mikið og geymir dráttarvélina alltaf inni á nóttunni og bónar hana reglulega. „Já, ég fer á dráttarvélinni í og úr vinnu, ekki alltaf en mjög oft, maður þarf aðeins að viðhalda sveitastemmingunni. Þetta er nú bara miðlungs vél, sem er ekkert óalgeng í sveitinni. Við erum hobbí bændur með hrossabúskap, þetta er vél sem dugar okkur í þau verk, sem þar eru,“ segir Haukur ánægður með traktorinn sinn. Haukur Baldvinsson, sem rekur Toyota bílasöluna á Selfossi ferðast oftar en ekki á Massey Ferguson dráttarvél í og úr vinnu. Hér er hann að koma í vinnuna á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, þetta viðheldur aðeins sveitarómantíkinni í hjartanu á manni. Ég tala nú ekki um í ört stækkandi bæjarfélagi eins og Selfossi, að grípa aðeins dráttarvélina og fara á henni í vinnuna, það er bara gaman.“ Haukur segist alltaf fá þó nokkra athygli þegar hann ferðast um á dráttarvélinni. En hvernig taka ökumenn honum? „Bara mjög vel, þessar vélar halda upp undir 50 kílómetra hraða, þannig að maður er ekki mikið fyrir en annars taka menn manni vel og maður víkur ef maður getur vikið og annað, það er minnsta málið.“ Haukur er líka með flottan póstkassa við bæinn sinn? „Já, tókstu eftir það, það verður einhvern veginn að halda stílnum og að hafa Massey Ferguson póstkassa líka, þetta er nú smá nostalgía í þessu. En ég á ekki Massey Ferguson húfu, ég þarf að kaupa mér eina slíka," sagði Haukur glaður í bragði. Póstkassinn í Austurási er vel merktur Massey Ferguson.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Bílar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira