Hætta á ferðum þegar óhapp átti sér stað í metanframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 9. ágúst 2021 14:51 Hauggas er unnið úr gömlu sorphaugunum á Akureyri. Norðurorka Hætta var á ferðum þegar hreinsistöð fyrir metan á Akureyri fékk inn á sig súrefni. Slökkvilið var kallað til sem kældi búnaðinn niður og kom í veg fyrir frekara tjón. Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi. Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Nokkuð erfiðlega hefur gengið að koma metanstöðinni aftur í gang en ekki er útlit fyrir skemmdir. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt óhapp á sér stað á Akureyri en Norðurorka hefur rekið metanvinnslu við gömlu sorphaugana á Glerárdal frá árinu 2014. „Vinnugrafa tók í sundur rör og þá kemst súrefni inn í kerfið, sem er aldrei gott. Þá hitnaði í svokölluðum þurrkurum en við náðum að stoppa stöðina þegar meldingar komu um þetta,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. Í kjölfarið var stöðin kæld niður og köfnunarefni dælt í gegnum kerfið til að reka súrefnið í burtu. Helgi segir að hætta hafi verið á ferðum og að óhappið sé skoðað sem alvarlegt atvik. Reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur „Þetta er hættuleg blanda af lofttegundum fyrir öll kerfin okkar,“ segir Helgi. Farið verði yfir viðbragðsáætlanir og ferla til að reyna að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hann vill ekki gefa upp hvort einhver hætta hafi verið á sprengingu eða eldsvoða. „Ég vil eiginlega ekki úttjá mig um það, þetta er bara alvarlegt atvik og má helst ekki koma fyrir. Þarna náðum við að stoppa það áður en það fór það langt en það er alltaf alvarlegt þegar svona er.“ Helgi þakkar fyrir að búið var að kynna slökkviliðinu aðstæður á svæðinu fyrir nokkrum árum og hvernig væri best að komast að búnaðinum ef óhapp kæmi upp. Vinnslan nálgist hámarksafkastagetu Helgi segir að sífellt erfiðara reynist nú að mæta eftirspurn eftir metangasi fyrir norðan en gríðarleg aukning hefur verið í notkun metanbíla frá árinu 2014. „Þetta eru ekki endilega fólksbílarnir heldur fyrst og fremst strætisvagnar, þungabílar og okkar fimmtán vinnuflokkabílar sem aka á metan.“ Margt bendi til að búið sé að ná hámarksafkastagetu gamla sorphaugsins eins og hann er uppsettur núna. „Það er pólitískt, samfélags- og umhverfismál hvernig þetta verður höndlað áfram og hvort það er í höndum Norðurorku eða annarra. Þetta leggur auðvitað heilmikið á vogaskálarnar við að ná árangri í okkar skuldbindingum í loftlagsmálum.“ Helgi segir að næst á dagskrá sé að meta stöðuna og taka ákvörðun um framhald metanvinnslunnar. Einn möguleiki sé að reisa lífmassaver sem geti tekið við úrgangi og unnið úr því moltu, metan, lífdísil og jafnvel varma inn á hitaveitu. Nú þegar á Norðurorka hlut í jarðgerðarstöðinni Moltu og fyrirtækinu Orkey, sem framleiðir lífdísil á Akureyri úr lífrænum úrgangi.
Akureyri Umhverfismál Orkumál Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira