Börn sem kosta Birna Eik Benediktsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 07:01 Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira. Hvað ef foreldrar eru of fátækir til þess að sækja um bætur? Þetta kann að hljóma réttlátt og raunhæft í eyrum sumra en hvernig er það þegar barn með sérþarfir fæðist inn í fátæka fjölskyldu? Ef foreldrar barns eru báðir á lágmarkslaunum, hvað þá ef barnið á einhver systkini sem einnig eru á framfæri foreldrana, geta komið upp þær aðstæður að foreldrar sem í raun eiga rétt á umönnunarbótum vegna verulegs kostnaðar af umönnun barns eru of fátækir til þess að sækja um bæturnar. Þegar umsókn um umönnunarbætur þurfa að fylgja kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna umrædds barns þýðir það að til þess að geta fengið umönnunarbætur þarftu fyrst að hafa átt efni á því að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barn þitt hefur þörf fyrir og taka kvittun. Þeir foreldrar sem ekki geta greitt fyrir iðjuþjálfun, dýrt sérfræði, lyf eða aðrar sérþarfir barna sinna geta ekki fengið umönnunarbætur. Þannig virðist kerfið innréttað á þann hátt að það léttir undir bagga með þeim sem geta í raun bjargað sér, en þeir sem enga björg sér geta veitt lenda út undan. Að auki þurfa foreldrar barna með meðfæddar eða varanlegar fatlanir að endurnýja umsóknir sínar með reglulegu millibili þrátt fyrir vottorð sérfræðinga um varanlegt ástand barns. Eru hagsmunir barna hér hafðir að leiðarljósi? Þjónar þetta fyrirkomulag þeim helst er þurfa hvað brýnast á aðstoðinni að halda? Stefna Sósíalistaflokksins er að útrýma fátækt. Stefna Sósíalistaflokksins er að að tryggja börnum aðgengi að gjaldfrjálsri þjónustu. Stefna Sósíalistaflokksins er eina vitið. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Til þess að sækja um umönnunarbætur máttu ekki þurfa á þeim að halda. Til þess að sækja um umönnunarbætur þarft þú sem foreldri eða forráðamaður að senda Tryggingastofnun Íslands kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna sérstakra þarfa barns og má þá nefna sérfæði vegna ofnæmis, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, listþjálfun, læknisþjónustu, lyfjakostnað, sálfræðiþjónustu og fleira. Hvað ef foreldrar eru of fátækir til þess að sækja um bætur? Þetta kann að hljóma réttlátt og raunhæft í eyrum sumra en hvernig er það þegar barn með sérþarfir fæðist inn í fátæka fjölskyldu? Ef foreldrar barns eru báðir á lágmarkslaunum, hvað þá ef barnið á einhver systkini sem einnig eru á framfæri foreldrana, geta komið upp þær aðstæður að foreldrar sem í raun eiga rétt á umönnunarbótum vegna verulegs kostnaðar af umönnun barns eru of fátækir til þess að sækja um bæturnar. Þegar umsókn um umönnunarbætur þurfa að fylgja kvittanir fyrir útlögðum kostnaði vegna umrædds barns þýðir það að til þess að geta fengið umönnunarbætur þarftu fyrst að hafa átt efni á því að greiða fyrir þá sérþjónustu sem barn þitt hefur þörf fyrir og taka kvittun. Þeir foreldrar sem ekki geta greitt fyrir iðjuþjálfun, dýrt sérfræði, lyf eða aðrar sérþarfir barna sinna geta ekki fengið umönnunarbætur. Þannig virðist kerfið innréttað á þann hátt að það léttir undir bagga með þeim sem geta í raun bjargað sér, en þeir sem enga björg sér geta veitt lenda út undan. Að auki þurfa foreldrar barna með meðfæddar eða varanlegar fatlanir að endurnýja umsóknir sínar með reglulegu millibili þrátt fyrir vottorð sérfræðinga um varanlegt ástand barns. Eru hagsmunir barna hér hafðir að leiðarljósi? Þjónar þetta fyrirkomulag þeim helst er þurfa hvað brýnast á aðstoðinni að halda? Stefna Sósíalistaflokksins er að útrýma fátækt. Stefna Sósíalistaflokksins er að að tryggja börnum aðgengi að gjaldfrjálsri þjónustu. Stefna Sósíalistaflokksins er eina vitið. Höfundur skipar 2. sæti lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar