Reynir hefur ekki verið þekktur fyrir að raða inn mörkum undanfarin ár en hefur bætt úr því í ár. Hann hefur skorað fjögur mörk í 14 leikjum með ÍR í 2. deildinni og nú þrjú í fjórum leikjum í Mjólkurbikarnum.
Ásamt því að sprikla með ÍR þá er Reynir tónlistarmaður og er með tónleika í októbermánuði. Í stað þess að hampa sjálfum sér að leik loknum nýtti Reynir einfaldlega tækifærið og bað fólk um að kaupa miða á tónleikana sína.
Sú elsta og virtasta og allt það, en miðasalan fyrir tónleikana mína er í fullum gangi á https://t.co/PDAJICNmb2 sé ykkur í Gamla Bíó 17.Okt.
— Reynir Haraldsson (@r3ynirh0ralds) August 10, 2021
„Sú elsta og virtasta og allt það, en miðasalan fyrir tónleikana mína er í fullum gangi á Tix.is sé ykkur í Gamla Bíó 17. október,“ segir Reynir á Twitter-síðu sinni.
Hér að neðan má sjá mörkin þrjú sem Reynir skoraði í gær.

Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.