Fleiri lið en Barcelona í vandræðum vegna nýju reglanna Valur Páll Eiríksson skrifar 11. ágúst 2021 17:46 Aguero er á meðal leikmanna sem Barcelona fékk í sumar en geta ekki verið skráðir til leiks hjá félaginu enn um sinn. EPA-EFE/Alejandro Garcia Nýtt tímabil í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst eftir tvo daga með leik Valencia og Getafe á föstudagskvöld. Valencia er ásamt stórliðinu Barcelona á meðal nokkurra liða í deildinni sem ekki geta skráð nýja leikmenn sína til leiks vegna nýrra fjárhagsreglna í deildinni. Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“. Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Nýjar strangar fjárhagsreglur á Spáni segja til um kostnað sem félög mega leggja til sem má ekki vera umfram tekjur þeirra. Reglunum líkir til reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi, (e. Financial Fair-Play, FFP) en eru þó strangari. Fjárhagsvandræði Barcelona hafa farið hátt í fjölmiðlum í sumar og eru meðal annars ástæða þess að félagið gat ekki endursamið við sína stærstu stjörnu, Lionel Messi, sem gekk í raðir Paris Saint-Germain í Frakklandi í gær. Vandræði Barcelona ná hins vegar lengra en Messi þar sem enginn þeirra leikmanna sem félagið samdi við í sumar hefur verið skráður í leikmannahóp félagsins fyrir komandi tímabil. Á Spáni skrá félög 25 manna leikmannahóp fyrir hvert tímabil og mega aðeins þeir leikmenn spila með því, að undanskildum ungum leikmönnum hjá félaginu sem ekki þarf að skrá. Barcelona fékk Brasilíumanninn Emerson frá Real Betis, þá Sergio Aguero og Eric Garcia frítt frá Manchester City og Hollendinginn Memphis Depay frá Lyon í Frakklandi. Enginn þeirra hefur hins vegar verið skráður í leikmannahóp liðsins, einfaldlega vegna þess að félagið hefur ekki heimild til þess fyrr það selur leikmenn og/eða dregur úr launakostnaði sínum. Samkvæmt frétt spænska miðilsins Marca er Barcelona ekki eina félagið sem hefur ekki skráð nýja leikmenn í leikmannahóp sinn í sumar. Sömu sögu er að segja af Valencia, Levante, Real Betis, Alavés og Celta de Vigo. Nýju reglunum er ætlað að koma í veg fyrir að spænsk félagslið lendi í frekari fjárhagskröggum eftir kórónuveirufaraldurinn, sem hefur haft slæm áhrif á mörg félög í landinu. Deildin hefur lagt til að selja 10% hlut til bandaríska fjármálafyrirtækisins CVC Capital Partners á þrjá milljarða bandaríkjadala til að sporna gegn fjárhagsvandræðuunum. Óvíst er hvort sá samningur fer í gegn en kosið verður um hann á morgun. Þau 42 lið sem mynda efstu deildirnar á Spáni þurfa 2/3 meirihluta í kosningu til að gengið verði frá honum. Spænska knattspyrnusambandið segir samninginn bæði „ólöglegan“ og „óhugnalegan“ í tilkynningu sem það sendi frá sér í dag. Real Madrid sendi frá sér tilkynningu vegna samningsins í gær þar sem greint var frá því að félagið hygðist lögsækja deildina vegna samningsins. Barcelona sendi þá frá sér tilkynningu þar sem samningurinn var sagður „óviðeigandi“.
Spænski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira