Átta taldir af í þyrluslysi á Kamtjatkaskaga Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 09:00 Bátar og þyrlur leita að flaki þyrlunnar sem fórst í Kurile-vatni á Kamtjatkaskaga í dag. Vatnið situr í gömlum eldfjallagíg og er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Vísir/EPA Óttast er að átta manns hafi farist þegar þyrla með ferðamenn um borð hrapaði í stöðuvatn á náttúruverndarsvæði á Kamtjatkaskaga austast í Rússlandi í dag. Átta aðrir sem voru um borð náðu að bjarga sér út úr flakinu. Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti. Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Sextán manns voru um borð í þyrlunni, þrettán farþegar og þriggja manna áhöfn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hrapaði í Kurile-vatn á Kronotskí-náttúruverndarsvæðinu. Þyrlan var af gerðinni Mi-8 á vegum flugfélagsins Vitjaz Aero. Fyrirtækið er í eigu Igors Redkin, héraðsþingmanns og milljónamærings, sem var handtekinn fyrir að skjóta mann til bana sem rótaði í ruslinu hans fyrr í þessari viku. Redkin bar því við að hann hefði talið að maðurinn væri bjarndýr. Starfsmenn náttúruverndarsvæðisins fóru á tveimur hraðbátum út á vatnið örfáum mínútum eftir að þyrlan hrapaði og náðu þeir að hífa átta manns upp úr vatninu. Þeir höfðu þá synt upp á yfirborðið af allt að átta til níu metra dýpi. Tveir þeirra sem komust lífs af eru sagðir alvarlega slasaðir. Þá urðu skjót viðbrögð starfsmanna svæðisins þeim lífsbjörg því vatnið er aðeins um 5-6°C heitt og hefðu þeir ekki lifað af lengi í slíkum kulda. Átta er ennþá saknað en heilbrigðisyfirvöld á svæðinu telja að lík þeirra hvíli væntanlega á botni stöðuvatnsins. Ríkisstjóri Kamtjatka segir að kafarar hafi ekki náð að kafa niður að flaki þyrlunnar því það sé á of miklu dýpi. Talið er að þyrlan sé á um hundrað metra dýpi en stöðuvatnið er meira en 300 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þoka hefur einnig hamlað leitarstarfi. AP-fréttastofan segir að saksóknarar kanni nú hvort að reglur um flugöryggi hafi verið brotnar. Annað mannskætt flugslys varð á Kamtjatkaskaga í júlí en þá fórust 28 manns sem voru um borð í Antonov An-26 farþegaflugvél sem brotlenti.
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Hafa fundið níu lík á slysstað Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt. 7. júlí 2021 08:47