Bann við einnota plasti er ekki loftslagsmál Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2021 19:08 Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. aðsend Bann við einnota plastvörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálfstætt umhverfisvandamál að plast og plasteindir endi í dýrum og berist jafnvel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissulega haldist í hendur við það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og Vísir og Stöð 2 fjölluðu um í gær hafa afleiðingar banns við ýmsum einnota plastvörum farið öfugt ofan í marga neytendur. Það virðast helst papparör og pappaskeiðar sem fara í taugarnar á fólki en mörgum þykir skjóta ansi skökku við að þessum litlu plasteiningum hafi verið skipt út fyrir pappa á meðan þau eru hluti af mun stærri umbúðum úr plasti. Þetta á til dæmis við skyrdollur; þær eru úr plasti, með plastloki og plastfilmu utan um litla pappaskeið. vísir/óttar Margir hafa kvartað yfir þessu á samfélagsmiðlum; að neytendur séu látnir bera byrðina þegar leysa á loftslagsvandann en ekki þau stórfyrirtæki, sem bera helst ábyrgð á hlýnun jarðar. Stórt og jákvætt skref Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Vísi að þetta séu eðlilegar vangaveltur fólks. Bannið við ýmsum einnota plastvörum, sem tók gildi í byrjun júlí, er þó hugsað til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. „Þetta bann nær í raun bara yfir þessar vörur sem eru líklegastar til að enda í sjónum. Þetta er verulega stórt og jákvætt skref í þá átt að minnka plast í sjónum því það gerist að fólk missi eða fleygi þessum litlu hlutum frá sér í náttúruna í hugsunarleysi. Það er þá sem þau enda á að fjúka út í sjó,“ segir Gró. „Og það er þetta eina litla augnablik sem hefur svo áhrif kannski næstu þúsund árin. Því plastið sjálft er gríðarlega lengi að brotna niður og þá brotnar það bara niður í litlar plastagnir, sem enda síðan í fuglum og fiskum og þá jafnvel í mönnum sem borða svo fiskinn.“ Hugsunin með banninu er þannig ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? „Nei, þetta er ekki hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta er annað og sjálfstætt vandamál, sem snýst um að vernda lífríkið í sjónum og getur auðvitað verið bara heilsuspillandi fyrir okkur líka. En svo getur þetta haldist í hendur því markmiðið á endanum er að skipta út þessum einnota vörum og innleiða hringrásarhagkerfi,“ segir Gró. Sumar þessara pappavara geti jafnvel verið orkufrekari í framleiðslu en plastið. Pappinn brotni þó mun hraðar niður og hafi engan vegin eins skaðleg áhrif á lífríki sjávar og plast. Lítil breyting sem við finnum mikið fyrir Gró segir plaströrin og skeiðarnar aðeins toppinn á plastfjallinu sem lögin taka á: „Þetta er bara það sem við finnum mest fyrir í okkar daglega lífi en það er verið að innleiða reglur í íslensk lög sem ná mun lengra. Til dæmis er verið að auka ábyrgð framleiðenda svo þeir beri mun meiri kostnað af plastúrgangi og fleira.“ Gró segir eðlilegt að neytendur láti í sér heyra ef að pappavörurnar virka ekki nógu vel fyrir þá. Þá sé það framleiðenda að bregðast við því með betri útgáfum og svo vonast hún til að sem flestir fari að nota fjölnota áhöld. Það eru framleiðendur einmitt að gera. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, sagði við fréttastofuna í gær að fyrirtækið væri meðvitað um að það væri ekki allir sáttir með nýju pappaáhöldin en sagði að fleiri og fleiri væru að ná að venja sig á þennan nýja raunveruleika. Þá fylgdist MS vel með þróun á slíkum vörum úti í heimi og væri sífellt að leita nýrra og betri lausna í þessum efnum. Umhverfismál Neytendur Loftslagsmál Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eins og Vísir og Stöð 2 fjölluðu um í gær hafa afleiðingar banns við ýmsum einnota plastvörum farið öfugt ofan í marga neytendur. Það virðast helst papparör og pappaskeiðar sem fara í taugarnar á fólki en mörgum þykir skjóta ansi skökku við að þessum litlu plasteiningum hafi verið skipt út fyrir pappa á meðan þau eru hluti af mun stærri umbúðum úr plasti. Þetta á til dæmis við skyrdollur; þær eru úr plasti, með plastloki og plastfilmu utan um litla pappaskeið. vísir/óttar Margir hafa kvartað yfir þessu á samfélagsmiðlum; að neytendur séu látnir bera byrðina þegar leysa á loftslagsvandann en ekki þau stórfyrirtæki, sem bera helst ábyrgð á hlýnun jarðar. Stórt og jákvætt skref Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Vísi að þetta séu eðlilegar vangaveltur fólks. Bannið við ýmsum einnota plastvörum, sem tók gildi í byrjun júlí, er þó hugsað til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. „Þetta bann nær í raun bara yfir þessar vörur sem eru líklegastar til að enda í sjónum. Þetta er verulega stórt og jákvætt skref í þá átt að minnka plast í sjónum því það gerist að fólk missi eða fleygi þessum litlu hlutum frá sér í náttúruna í hugsunarleysi. Það er þá sem þau enda á að fjúka út í sjó,“ segir Gró. „Og það er þetta eina litla augnablik sem hefur svo áhrif kannski næstu þúsund árin. Því plastið sjálft er gríðarlega lengi að brotna niður og þá brotnar það bara niður í litlar plastagnir, sem enda síðan í fuglum og fiskum og þá jafnvel í mönnum sem borða svo fiskinn.“ Hugsunin með banninu er þannig ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? „Nei, þetta er ekki hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta er annað og sjálfstætt vandamál, sem snýst um að vernda lífríkið í sjónum og getur auðvitað verið bara heilsuspillandi fyrir okkur líka. En svo getur þetta haldist í hendur því markmiðið á endanum er að skipta út þessum einnota vörum og innleiða hringrásarhagkerfi,“ segir Gró. Sumar þessara pappavara geti jafnvel verið orkufrekari í framleiðslu en plastið. Pappinn brotni þó mun hraðar niður og hafi engan vegin eins skaðleg áhrif á lífríki sjávar og plast. Lítil breyting sem við finnum mikið fyrir Gró segir plaströrin og skeiðarnar aðeins toppinn á plastfjallinu sem lögin taka á: „Þetta er bara það sem við finnum mest fyrir í okkar daglega lífi en það er verið að innleiða reglur í íslensk lög sem ná mun lengra. Til dæmis er verið að auka ábyrgð framleiðenda svo þeir beri mun meiri kostnað af plastúrgangi og fleira.“ Gró segir eðlilegt að neytendur láti í sér heyra ef að pappavörurnar virka ekki nógu vel fyrir þá. Þá sé það framleiðenda að bregðast við því með betri útgáfum og svo vonast hún til að sem flestir fari að nota fjölnota áhöld. Það eru framleiðendur einmitt að gera. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, sagði við fréttastofuna í gær að fyrirtækið væri meðvitað um að það væri ekki allir sáttir með nýju pappaáhöldin en sagði að fleiri og fleiri væru að ná að venja sig á þennan nýja raunveruleika. Þá fylgdist MS vel með þróun á slíkum vörum úti í heimi og væri sífellt að leita nýrra og betri lausna í þessum efnum.
Umhverfismál Neytendur Loftslagsmál Matvælaframleiðsla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira