Fjórtán ára með þrjátíu sláttugarða í áskrift á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2021 20:11 Böðvar er með um 30 garða í áskrift á Selfossi, sem hann slær reglulega. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjórtán ára strákur á Selfossi hefur haft nóg að gera í sumar við að slá garða fyrir íbúa bæjarins. Hann fer á milli húsa á vespunni sinni með sláttuvélina á kerru aftan í. Mikil ánægja er með þjónustu stráksins. Böðvar Thor Guðmundsson dó ekki ráðalaus í sumar þegar hann var að spá í hvað hann ætti að gera til að afla sér peninga. Hann ákvað að bjóða upp á slátt í görðum á Selfossi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann setur grasið líka í poka og kemur því í burtu. „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Ég er að slá svona þrjátíu garða í áskrift á tveggja vikna fresti. Ég var að nota áður sláttuvélina hjá afa mínum og hann smíðaði kerru fyrir mig sem ég festi aftan í vespu þar sem ég keyri um og slæ garða fyrir fólk en nú er ég með nýja og kraftmeiri vél“, segir Böðvar. Böðvari hefur gengið vel að slá í sumar og er duglegur að safna sér peningum, sem fara væntanlega í kaup á bíl þegar hann verður 17 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt honum í hug að fara út í þessa vinnu? „Þetta byrjaði fyrst með því að slá hjá afa og ömmu og síðan hjá frænku minni og síðan poppaði upp einhver hugmynd um að ég færi að bjóða upp á þessa þjónustu og ég ákvað því bara að slá til.“ En hvað ætlar Böðvar að gera við peningana, sem hann hefur safnað í sumar í slættinum ? „Ég er aðallega að safna núna en það endar sennilega bara með því að ég kaupi mér bíl þegar ég verð orðinn 17 ára,“ segir Böðvar. Mikil ánægja er með sláttinn hjá Böðvari hjá viðskiptavinum hans. „Já, þetta er bara til fyrirmyndar og frábært að sjá hvað Böðvar er að standa sig vel og er samviskusamur. Það er líka gaman að geta styrkt unga fólkið með því að fá hann til að slá,“ segir Kristinn Gunnarsson í tjarnahverfinu á Selfossi. Kristinn Gunnarsson gefur Böðvari sín bestu meðmæli í slættinum. Árborg Krakkar Garðyrkja Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Böðvar Thor Guðmundsson dó ekki ráðalaus í sumar þegar hann var að spá í hvað hann ætti að gera til að afla sér peninga. Hann ákvað að bjóða upp á slátt í görðum á Selfossi. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Hann setur grasið líka í poka og kemur því í burtu. „Þetta hefur bara gengið mjög vel. Ég er að slá svona þrjátíu garða í áskrift á tveggja vikna fresti. Ég var að nota áður sláttuvélina hjá afa mínum og hann smíðaði kerru fyrir mig sem ég festi aftan í vespu þar sem ég keyri um og slæ garða fyrir fólk en nú er ég með nýja og kraftmeiri vél“, segir Böðvar. Böðvari hefur gengið vel að slá í sumar og er duglegur að safna sér peningum, sem fara væntanlega í kaup á bíl þegar hann verður 17 ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt honum í hug að fara út í þessa vinnu? „Þetta byrjaði fyrst með því að slá hjá afa og ömmu og síðan hjá frænku minni og síðan poppaði upp einhver hugmynd um að ég færi að bjóða upp á þessa þjónustu og ég ákvað því bara að slá til.“ En hvað ætlar Böðvar að gera við peningana, sem hann hefur safnað í sumar í slættinum ? „Ég er aðallega að safna núna en það endar sennilega bara með því að ég kaupi mér bíl þegar ég verð orðinn 17 ára,“ segir Böðvar. Mikil ánægja er með sláttinn hjá Böðvari hjá viðskiptavinum hans. „Já, þetta er bara til fyrirmyndar og frábært að sjá hvað Böðvar er að standa sig vel og er samviskusamur. Það er líka gaman að geta styrkt unga fólkið með því að fá hann til að slá,“ segir Kristinn Gunnarsson í tjarnahverfinu á Selfossi. Kristinn Gunnarsson gefur Böðvari sín bestu meðmæli í slættinum.
Árborg Krakkar Garðyrkja Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira