Ísland skiptir máli í áformum Breta um að skjóta flaug út í geim Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 14:01 Ísland frá sjónarhóli Envisat, gervihnattar Evrópsku geimstofnunarinnar. Evrópska geimstofnunin Íslendingar hafa undirritað samkomulag við bresk yfirvöld um samstarf á vettvangi geimrannsókna. Það gerir Bretum meðal annars kleift að fljúga eldflaugum innan lofthelgi Íslendinga og gerir lendingar slíkra véla á Íslandi löglegar. Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Geimurinn Bretland Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Samkomulagið var undirritað um miðjan síðasta mánuð en geimvísindastofnun Bretlands gerði það að sérstöku umtalsefni í grein sem birt var á vef hennar í gær. Fyrirsögnin er þar að Íslendingar og Bretar séu að treysta samband sitt í aðdraganda geimskots Breta. Bretar hafa ekki áður skotið eldflaug út í geim, en vilja nú ryðja sér til rúms á þessu sviði. Ráðgert er að fyrsta flaugin fari frá þeim út í geim á næsta ári og samgönguráðuneytið breska er staðráðið í að Bretar muni taka þátt í væntanlegum ævintýrum á sviði geimtúrisma. Bretar hafa gert svipað samkomulag við fjölda annarra þjóða, meðal annars mjög sambærilegt við Færeyjar. Áhrif á yfirráðasvæði Íslendinga Bresk-íslenska samningnum er ætlað að tryggja að breskar geimflaugar sem kunna að hafna á íslensku yfirráðasvæði geri það með lagalegri heimild og leyfi stjórnvalda. Það er orðað þannig að Bretar geta á grundvelli samkomulagsins tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, en þó ætíð með samþykki Íslendinga. Íslendingum er heimilt að synja um eða afturkalla leyfi til að nota íslenskt loftrými, sem kann að hafa áhrif á yfirráðasvæði Íslands, vegna staks geimskots eða raðar geimskota ef íslensk yfirvöld líta svo á að skilyrði vegna fyrri geimskota hafi ekki verið uppfyllt eða ef í ljós kemur að líkur séu á að geimskotið eða röð geimskota valdi skaða eða samrýmist ekki íslenskum lögum. Auk þessa felur samkomulagið í sér að íslenskir nemendur fái tækifæri til starfsnáms á þessu sviði í Bretlandi og möguleikar til námsstyrkja verða þá auknir með nýjum sjóði. „Fyrir utan eiginlegar fríverslunarviðræður voru rannsóknir og menntamál á meðal þess sem íslensk stjórnvöld settu á oddinn í viðræðum við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna. Ég er afar ánægður að þetta mikilvæga mál sé nú í höfn og íslenskir námsmenn og fræðimenn hafi áfram greiðan aðgang að breskum háskólum og vísindastofnunum, sem eru með þeim fremstu í heimi, eftir útgönguna úr Evrópska efnahagssvæðinu“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Geimurinn Bretland Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira