Arnar Gunnlaugs: Mér fannst allur hópurinn sýna mér að við séum tilbúnir í þessi átök Árni Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2021 21:36 Arnar Gunnlaugsson þungt hugsi í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bar sigurorð af Fylki í Árbænum í kvöld 3-0 í leik sem var virkilega vel leikinn af Víkingum. Leikið var í 17. umferð Peps Max deildar karla og fara leikar að æsast í deildarkeppninni sem ætlar að verða mjög spennandi. Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var ánægður í leikslok og var spurður hvort allt hafi gengið fullkomlega upp miðað við það sem lagt var upp með fyrir hann. „Já ég myndi segja það miðað við að við unnum 3-0 og þrátt fyrir að hafa klúðrað nokkrum dauðafærum. Ég var samt aldrei rólegur fyrr en að þriðja markið kom. Fylkismenn börðust vel allt til enda og spiluðu ágætlega og áttu sín upphlaup. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá spilaðist leikurinn dálítið upp í hendurnar á okkur í seinni þar sem við gátum nýtt skyndisóknirnar okkar og hefðum átt að gera aðeins betur í. Hinsvegar þá unnum við 3-0 á erfiðum útivelli sem við höfum ekki unnið á síðan 1993. Ég tek því. “ Blaðamaður var á því að lið Víkings væri að sýna ákveðin þroskamerki þar sem leiknum var siglt heim í seinni hálfleik og þrátt fyrir að Fylkir hafi átt sín upphlaup þá var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik. „Mér fannst fyrri hálfleikur frekar jafn. Ég var ekki alveg sáttur með fyrri hálfleikinn, mér fannst vanta eitthvað og ég bað um meira frá strákunum í hálfleik og svo róaði ég leikinn aðeins niður þegar annað markið datt fyrir okkur strax í byrjun seinni. Eftir það þá gátum við beitt skyndisóknum og gerðum það vel. Leikurinn var tiltölulega þægilegur eftir seinna markið.“ Í kjölfarið var spurt út í mikilvægi þess að ná sigrinum í kvöld enda unnu öll liðin í toppbaráttunni sína leik í þessari umferð. Arnar kom þá inn á að mikil veisla væri framundan en á sama tíma barátta um titilinn. „Allir að vinna í gær og í kvöld. Núna fer veislan svo að byrja. Breiðablik á tvo leiki við KA með stuttu millibili og samkvæmt minni bestu stærðfræðikunnáttu þá geta ekki bæði liðin fengið sex stig úr þeim leikjum. Svo eigum við Val næst þannig að það eru geggjaðir úrslitaleikir á öllum vígstöðum.“ Arnar var þá spurður að því hvort hans menn væru klárir í slaginn sem væri framundan. „Já mér finnst við tilbúnir. Það var gríðarlega sterk frammistaða á móti KR og þetta var þroskuð frammistaða miðað við að Kári var ekki með og Nikolaj fór snemma út af. Sölvi sýndi svo þvílíkan karakter að spila leikinn en hann var á annarri löppinni. Þannig að mér fannst að allur hópurinn, varamenn líka, sýna mér það að við séum tilbúnir í þessi átök.“
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira