Hvar munu milljón Íslendingar búa? Björn Leví Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2021 07:00 Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa? Byggðastefna undanfarinna ára hefur í orði verið að efla landsbyggðina en frá því um aldamótin hefur fólksfjölgunin aðallega verið á suðvesturhorninu. Á Vestfjörðum og Norðurlandi hefur fólki almennt fækkað, fyrir utan stærri sveitarfélög Eyjafjarðar. Fjölgunin þar undanfarin ár hefur þó enn ekki náð að vinna upp þá fækkun sem hefur orðið síðan um aldamótin. Viljum við að þessi þróun haldi áfram þangað til milljónasti Íslendingurinn er fæddur? Byggðastefna sem hefur ekki skilað árangri Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að byggð hefur þróast eins og hún hefur gert en hér hlýtur að þurfa að nefna kvótakerfið og hvernig verðmætasköpun margra samfélaga hefur horfið með framsali og samþjöppun á veiðiheimildum. Stjórnvöld undanfarinna áratuga hafa ekki viljað horfast í augu við þessa staðreynd, heldur staðið vörð um kvótaeigendur af öllu afli. Ýmsar mótvægisaðgerðir hafa verið prófaðar, flytja stofnanir út á land og þess háttar. Þó því fylgi störf þá fylgir því ekki verðmætasköpun eins og sú sem auðlindir landsins gefa af sér. Árangurinn af þessum aðgerðum hefur því verið lítill. Þetta er afrakstur stjórnmálaflokka sem segjast samt bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Er ekki kominn tími til þess að hætta að treysta þessum flokkum, þegar árangur þeirra er ekki meiri en raun ber vitni? Við þurfum að hugsa um byggðaþróun, því skýr stefna í þeim málum er góð fyrir allt landið. Við þurfum líka að hugsa um hana til lengri tíma. Íslendingum mun fjölga og einhvers staðar verðum við að koma okkur fyrir. Hvar ætlum við að troða Íslendingum þegar við verðum 450 þúsund talsins? Hvernig á Ísland með milljón manns að líta út og hvernig komumst við þangað? Völdin heim Ef við ætlum okkur að verða milljón einn daginn þá þurfum við að finna leiðir fyrir sveitarfélög landsins til að bera þann fjölda. Stefna Pírata er í grunninn mjög einföld í byggðamálum: Efla nærsamfélagið með því að færa aukin völd heim í hérað og búa til efnahagslega sjálfstæð og sjálfbær sveitarfélög. Við viljum að tekjur sveitarfélaga komi ekki bara frá útsvari launafólks og gjöldum af fasteignum. Fjölbreyttar tekjur búa til miklu fleiri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa undir sér og vaxa. Sveitarfélög ættu að okkar mati að fá aukna hlutdeild í verðmætunum sem þau skapa - t.d. virðisaukaskatti, fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti fyrirtækja.Núverandi fyrirkomulag takmarkar uppbyggingarmöguleika sveitarfélaga mjög mikið. Það er gott að fá fleira fólk sem greiðir útsvar af launum og fleiri fermetra af byggingum. Iðnaður sem er ekki mannfrekur eða þarf ekki viðamikið húsnæði skilar aftur á móti litlu til nærsamfélagsins, og því þurfum við að breyta. Ef sveitarfélög fá útsvar af virðisaukaskatti, þá skilur ferðamaðurinn eftir verðmæti í nærsamfélaginu. Ef sveitarfélög fá hlutdeild í fjármagnstekjum þá væri hægt að lækka almennt útsvar á móti, til dæmis. Ef sveitarfélag fær tekjur af atvinnustarfsemi á internetinu þá er hvati til þess að byggja upp aðstöðu fyrir slík fyrirtæki - sem annars væru ekki að greiða mikið til nærsamfélagsins. Ísland milljón Eftir að hafa rennt styrkari stoðum undir sveitarfélögin getum við farið að teikna upp milljón íbúa Ísland. Þetta eru auðvitað vangaveltur, en ég sé fyrir mér að það vaxi upp svipaðir byggðakjarnar og eru á suðvesturhorninu víðar um landið. Mögulega á Vesturlandi/Vestfjörðum, í Skagafirði/Eyjafirði, á Austurlandi/Norðausturhorninu og svo á Suðurlandi. Þannig væru kannski fimm staðir á landinu með íbúafjölda upp á nokkra tugi þúsunda og nærliggjandi samfélög samtals með annað eins. Þar væri flestöll þjónusta aðgengileg án ferðalaga landshorna á milli, hver veit nema að fæðingarþjónusta yrði aftur raunhæfur möguleiki á landsbyggðinni. Háhraðasamgöngur væru á milli þéttbýliskjarnanna, í lofti, láði og legi jafnvel. Miðað við þróunina í matvælaframleiðslu á síðustu árum, t.a.m. með tilkomu lóðréttrar grænmetisræktunar og kjötræktar, má ætla að landbúnaður á Ísland verði gjörbreyttur. Landnotkun landbúnaðar yrði miklu minni en í dag, þrátt fyrir fólksfjölgun, og náttúra landsins gæti í auknum mæli fengið að standa óáreitt. Stórar vatnsaflsvirkjanir verða að sama skapi úreltar og staðbundin framleiðsla það eina sem þyrfti til þess að uppfylla allri orkuþörf okkar. Við munum ekki einu sinni þurfa að sigla út á sjó til þess að veiða fisk, ekki af því að það verður bara fiskeldi á landi heldur vegna þess að kjötið verður einfaldlega ræktað eins og kál í gróðurhúsi. Tilhugsun sem mörgum þykir kannski furðuleg í dag, en tæknin er þegar til staðar og henni fleygir hratt fram. Framtíðin kemur Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá verður framtíðin öðruvísi en nútíðin, sama hvort hún verði svona eins og ég lýsi eða einhvern veginn öðruvísi. Alveg eins og Ísland er allt öðruvísi í dag en þegar ég fæddist, hvað þá þegar amma mín fæddist. Eina leiðin til að segja til um framtíðina er einfaldlega að skapa hana sjálfur. Annað hvort skolumst við stjórnlaust með breytingaflóðinu eða við byggjum okkur skútu og nýtum okkur strauminn til þess að gera meira - betur og hraðar. Því ef það er eitthvað sem við eigum ekki að óttast, það er framtíðin. Börnin okkar munu búa í framtíðinni, það besta sem við getum gert er að nesta þau til ferðarinnar. Ekki með því að halda aftur af þeim og heimta að þau búi í sama samfélagi og við, heldur með því að byggja betri heim fyrir þau. Byrjum strax að leggja grunn að Íslandi fyrir milljón, Íslandi framtíðarinnar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Sveitarstjórnarmál Landbúnaður Vísindi Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Árið 2050 verða Íslendingar orðnir 450 þúsund talsins, samkvæmt spá Hagstofunnar, tvöfalt fleiri en þegar ég fæddist. Það fær mig til þess að hugsa hvernig Ísland muni eiginlega líta út þegar næstum hálf milljón Íslendinga býr hér - svo ekki sé talað um þegar við verðum orðin milljón talsins, sama hvenær það verður. Hvar mun fólk búa? Byggðastefna undanfarinna ára hefur í orði verið að efla landsbyggðina en frá því um aldamótin hefur fólksfjölgunin aðallega verið á suðvesturhorninu. Á Vestfjörðum og Norðurlandi hefur fólki almennt fækkað, fyrir utan stærri sveitarfélög Eyjafjarðar. Fjölgunin þar undanfarin ár hefur þó enn ekki náð að vinna upp þá fækkun sem hefur orðið síðan um aldamótin. Viljum við að þessi þróun haldi áfram þangað til milljónasti Íslendingurinn er fæddur? Byggðastefna sem hefur ekki skilað árangri Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að byggð hefur þróast eins og hún hefur gert en hér hlýtur að þurfa að nefna kvótakerfið og hvernig verðmætasköpun margra samfélaga hefur horfið með framsali og samþjöppun á veiðiheimildum. Stjórnvöld undanfarinna áratuga hafa ekki viljað horfast í augu við þessa staðreynd, heldur staðið vörð um kvótaeigendur af öllu afli. Ýmsar mótvægisaðgerðir hafa verið prófaðar, flytja stofnanir út á land og þess háttar. Þó því fylgi störf þá fylgir því ekki verðmætasköpun eins og sú sem auðlindir landsins gefa af sér. Árangurinn af þessum aðgerðum hefur því verið lítill. Þetta er afrakstur stjórnmálaflokka sem segjast samt bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti. Er ekki kominn tími til þess að hætta að treysta þessum flokkum, þegar árangur þeirra er ekki meiri en raun ber vitni? Við þurfum að hugsa um byggðaþróun, því skýr stefna í þeim málum er góð fyrir allt landið. Við þurfum líka að hugsa um hana til lengri tíma. Íslendingum mun fjölga og einhvers staðar verðum við að koma okkur fyrir. Hvar ætlum við að troða Íslendingum þegar við verðum 450 þúsund talsins? Hvernig á Ísland með milljón manns að líta út og hvernig komumst við þangað? Völdin heim Ef við ætlum okkur að verða milljón einn daginn þá þurfum við að finna leiðir fyrir sveitarfélög landsins til að bera þann fjölda. Stefna Pírata er í grunninn mjög einföld í byggðamálum: Efla nærsamfélagið með því að færa aukin völd heim í hérað og búa til efnahagslega sjálfstæð og sjálfbær sveitarfélög. Við viljum að tekjur sveitarfélaga komi ekki bara frá útsvari launafólks og gjöldum af fasteignum. Fjölbreyttar tekjur búa til miklu fleiri möguleika fyrir sveitarfélög til þess að standa undir sér og vaxa. Sveitarfélög ættu að okkar mati að fá aukna hlutdeild í verðmætunum sem þau skapa - t.d. virðisaukaskatti, fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti fyrirtækja.Núverandi fyrirkomulag takmarkar uppbyggingarmöguleika sveitarfélaga mjög mikið. Það er gott að fá fleira fólk sem greiðir útsvar af launum og fleiri fermetra af byggingum. Iðnaður sem er ekki mannfrekur eða þarf ekki viðamikið húsnæði skilar aftur á móti litlu til nærsamfélagsins, og því þurfum við að breyta. Ef sveitarfélög fá útsvar af virðisaukaskatti, þá skilur ferðamaðurinn eftir verðmæti í nærsamfélaginu. Ef sveitarfélög fá hlutdeild í fjármagnstekjum þá væri hægt að lækka almennt útsvar á móti, til dæmis. Ef sveitarfélag fær tekjur af atvinnustarfsemi á internetinu þá er hvati til þess að byggja upp aðstöðu fyrir slík fyrirtæki - sem annars væru ekki að greiða mikið til nærsamfélagsins. Ísland milljón Eftir að hafa rennt styrkari stoðum undir sveitarfélögin getum við farið að teikna upp milljón íbúa Ísland. Þetta eru auðvitað vangaveltur, en ég sé fyrir mér að það vaxi upp svipaðir byggðakjarnar og eru á suðvesturhorninu víðar um landið. Mögulega á Vesturlandi/Vestfjörðum, í Skagafirði/Eyjafirði, á Austurlandi/Norðausturhorninu og svo á Suðurlandi. Þannig væru kannski fimm staðir á landinu með íbúafjölda upp á nokkra tugi þúsunda og nærliggjandi samfélög samtals með annað eins. Þar væri flestöll þjónusta aðgengileg án ferðalaga landshorna á milli, hver veit nema að fæðingarþjónusta yrði aftur raunhæfur möguleiki á landsbyggðinni. Háhraðasamgöngur væru á milli þéttbýliskjarnanna, í lofti, láði og legi jafnvel. Miðað við þróunina í matvælaframleiðslu á síðustu árum, t.a.m. með tilkomu lóðréttrar grænmetisræktunar og kjötræktar, má ætla að landbúnaður á Ísland verði gjörbreyttur. Landnotkun landbúnaðar yrði miklu minni en í dag, þrátt fyrir fólksfjölgun, og náttúra landsins gæti í auknum mæli fengið að standa óáreitt. Stórar vatnsaflsvirkjanir verða að sama skapi úreltar og staðbundin framleiðsla það eina sem þyrfti til þess að uppfylla allri orkuþörf okkar. Við munum ekki einu sinni þurfa að sigla út á sjó til þess að veiða fisk, ekki af því að það verður bara fiskeldi á landi heldur vegna þess að kjötið verður einfaldlega ræktað eins og kál í gróðurhúsi. Tilhugsun sem mörgum þykir kannski furðuleg í dag, en tæknin er þegar til staðar og henni fleygir hratt fram. Framtíðin kemur Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá verður framtíðin öðruvísi en nútíðin, sama hvort hún verði svona eins og ég lýsi eða einhvern veginn öðruvísi. Alveg eins og Ísland er allt öðruvísi í dag en þegar ég fæddist, hvað þá þegar amma mín fæddist. Eina leiðin til að segja til um framtíðina er einfaldlega að skapa hana sjálfur. Annað hvort skolumst við stjórnlaust með breytingaflóðinu eða við byggjum okkur skútu og nýtum okkur strauminn til þess að gera meira - betur og hraðar. Því ef það er eitthvað sem við eigum ekki að óttast, það er framtíðin. Börnin okkar munu búa í framtíðinni, það besta sem við getum gert er að nesta þau til ferðarinnar. Ekki með því að halda aftur af þeim og heimta að þau búi í sama samfélagi og við, heldur með því að byggja betri heim fyrir þau. Byrjum strax að leggja grunn að Íslandi fyrir milljón, Íslandi framtíðarinnar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun