Víkingar ósáttir og skólaráð boðað til fundar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. ágúst 2021 14:58 Foreldrar eru einstaklega ósáttir með hvernig borgin hefur haldið á málunum. vísir/egill Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað til fundar í dag klukkan 17. Þar má búast við að húsnæðisvandi skólans verði til umræðu en eins og Vísir greindi frá eru foreldrar afar ósáttir með að yngsta stig skólans fái kennslu sína á neðstu hæð Víkingsheimilisins fram á miðjan september. Forsvarsmenn Víkings harma að hafa dregist inn í neikvæða umræðu í fjölmiðlum. Meðlimir skólaráðs fengu fundarboðið sent í dag en þar er ekki tiltekið hvað verður nákvæmlega rætt á fundinum eða hvort borgin muni þar leggja til einhverjar lausnir á vandanum. Einhverjir foreldrar hafa hótað að senda börn sín ekki í skólann í Víkingsheimilinu verði af þeim áformum borgarinnar. Í samtali við Vísi í dag sagði Karl Þráinsson, formaður foreldrafélagsins, að staðan væri óboðleg. Reykjavíkurborg hafi lengi vitað að áform hennar um að bjóða upp á kennslu í færanlegum kennslustofum á lóðinni fyrir yngsta stigið gengju ekki upp í byrjun skólaársins, þar sem bygging grenndarkynningu þeirra lýkur ekki fyrr en næsta miðvikudag. Skólinn hefst á mánudag. Ekkert samráð hafi verið við foreldra fyrr en í síðustu viku þegar þeir voru látnir vita af áformunum um að kennsla yrði haldin í Víkinni. Þeim var síðan tilkynnt í gærkvöldi í hvaða rými byggingarinnar kennslan færi fram. Rýmin sem skólinn fær þar er annar svegar gangur á tengibyggingunni, sem gengur jafnan undir nafninu klósettgangurinn meðal krakkanna en þar eru salerni byggingarinnar staðsett, og samkomusalur stuðningsmannafélags Víkings, Berserkjasalurinn. Foreldrum finnst þetta óboðlegt rými til að halda kennslu í. Víkingar ósáttir við neikvæða umræðu Formaður og framkvæmdastjóri Víkings harma að félagið sé dregið inn í neikvæða umræðu um húsnæðisvandann í Fossvoginum. Félagið hafi þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið. „Víkingur tekur ekki afstöðu í málinu en harmar að félagið hafi verið dregið inn í umræðuna í fjölmiðlum á neikvæðan máta og í neikvæðri myndaframsetningu sem dregur ekki rétta mynd af aðstæðum,“ segir í yfirlýsingunni. Myndin sem foreldri barns í Fossvogsskóla birti af tengigangi í Víkingi þar sem til stendur að hluti nemenda í Fossvogsskóla nemi næstu vikur.G. Svana Bjarnadóttir Víkingur sem öflugt og metaðarfullt hverfafélag hafi tekið mikið frumkvæði í málinu gagnvart Reykjavíkurborg og Fossvogsskóla með því að bjóða hluta af húsnæði félagsins í Víkinni undir kennslu og hjálpa þannig til við að leysa þær krefjandi aðstæður sem eru til staðar. „Víkingur bauð fram lausnir fram í miðjan september með húsnæði sitt og skólayfirvöld í Reykjavík töldu vera góða lausn í þennan stutta tíma. Með þessum hætti myndu börnin ná að vera í sínu umhverfi í Fossvogsdalnum.“ Björn Einarsson er formaður Víkings.Vísir Þær lausnir sem settar hafi verið fram með afnot af Víkinni muni setja aukna og mikla pressu á félagið og starf þess í þennan tíma. „Húsnæði Víkings er þegar fullnýtt undir íþróttastarf félagsins í öllum aldurshópum og auk þess setja hinar erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu á tímum faraldursins mikla pressu á á Víking líkt og önnur íþróttafélög í landinu.“ Karlalið Víkings í knattspyrnu hefur farið mikinn í sumar. Vísir/Bára Dröfn Þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður þá hafi Víkingur boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið enda þekkir Víkingur sitt mikilvæga samfélagslega hlutverk og ábyrgð í hverfinu sínu. „Þannig stendur félagið þétt við bakið á sínum iðkendum, foreldrum og hverfinu öllu í þessum aðstæðum sem og öðrum. Víkingur vonar að málsaðilar finni eins farsæla lausn og mögulegt er í þessum krefjandi aðstæðum,“ segja Björn Einarsson formaður Víkings og Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri Víkings. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Meðlimir skólaráðs fengu fundarboðið sent í dag en þar er ekki tiltekið hvað verður nákvæmlega rætt á fundinum eða hvort borgin muni þar leggja til einhverjar lausnir á vandanum. Einhverjir foreldrar hafa hótað að senda börn sín ekki í skólann í Víkingsheimilinu verði af þeim áformum borgarinnar. Í samtali við Vísi í dag sagði Karl Þráinsson, formaður foreldrafélagsins, að staðan væri óboðleg. Reykjavíkurborg hafi lengi vitað að áform hennar um að bjóða upp á kennslu í færanlegum kennslustofum á lóðinni fyrir yngsta stigið gengju ekki upp í byrjun skólaársins, þar sem bygging grenndarkynningu þeirra lýkur ekki fyrr en næsta miðvikudag. Skólinn hefst á mánudag. Ekkert samráð hafi verið við foreldra fyrr en í síðustu viku þegar þeir voru látnir vita af áformunum um að kennsla yrði haldin í Víkinni. Þeim var síðan tilkynnt í gærkvöldi í hvaða rými byggingarinnar kennslan færi fram. Rýmin sem skólinn fær þar er annar svegar gangur á tengibyggingunni, sem gengur jafnan undir nafninu klósettgangurinn meðal krakkanna en þar eru salerni byggingarinnar staðsett, og samkomusalur stuðningsmannafélags Víkings, Berserkjasalurinn. Foreldrum finnst þetta óboðlegt rými til að halda kennslu í. Víkingar ósáttir við neikvæða umræðu Formaður og framkvæmdastjóri Víkings harma að félagið sé dregið inn í neikvæða umræðu um húsnæðisvandann í Fossvoginum. Félagið hafi þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið. „Víkingur tekur ekki afstöðu í málinu en harmar að félagið hafi verið dregið inn í umræðuna í fjölmiðlum á neikvæðan máta og í neikvæðri myndaframsetningu sem dregur ekki rétta mynd af aðstæðum,“ segir í yfirlýsingunni. Myndin sem foreldri barns í Fossvogsskóla birti af tengigangi í Víkingi þar sem til stendur að hluti nemenda í Fossvogsskóla nemi næstu vikur.G. Svana Bjarnadóttir Víkingur sem öflugt og metaðarfullt hverfafélag hafi tekið mikið frumkvæði í málinu gagnvart Reykjavíkurborg og Fossvogsskóla með því að bjóða hluta af húsnæði félagsins í Víkinni undir kennslu og hjálpa þannig til við að leysa þær krefjandi aðstæður sem eru til staðar. „Víkingur bauð fram lausnir fram í miðjan september með húsnæði sitt og skólayfirvöld í Reykjavík töldu vera góða lausn í þennan stutta tíma. Með þessum hætti myndu börnin ná að vera í sínu umhverfi í Fossvogsdalnum.“ Björn Einarsson er formaður Víkings.Vísir Þær lausnir sem settar hafi verið fram með afnot af Víkinni muni setja aukna og mikla pressu á félagið og starf þess í þennan tíma. „Húsnæði Víkings er þegar fullnýtt undir íþróttastarf félagsins í öllum aldurshópum og auk þess setja hinar erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu á tímum faraldursins mikla pressu á á Víking líkt og önnur íþróttafélög í landinu.“ Karlalið Víkings í knattspyrnu hefur farið mikinn í sumar. Vísir/Bára Dröfn Þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður þá hafi Víkingur boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið enda þekkir Víkingur sitt mikilvæga samfélagslega hlutverk og ábyrgð í hverfinu sínu. „Þannig stendur félagið þétt við bakið á sínum iðkendum, foreldrum og hverfinu öllu í þessum aðstæðum sem og öðrum. Víkingur vonar að málsaðilar finni eins farsæla lausn og mögulegt er í þessum krefjandi aðstæðum,“ segja Björn Einarsson formaður Víkings og Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri Víkings.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16
Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50