Jafna þarf aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 07:01 Nokkuð hefur verið rætt um heilbrigðiskerfið síðustu misseri, hvernig skuli byggja það upp og hvort auka eigi þátt einkageirans. Í dag er fjórðungur kerfisins rekin af einkaaðilum, kerfið sjálft fer sístækkandi með fjölgun íbúa og hækkandi lífaldri ásamt aukum fjölda ferðamanna. Framsóknarflokkurinn styður blandað kerfi og telur að það sé farsæll kostur til að efla heilbrigðiskerfið í heild. Við þurfum að beina kastljósinu á hvernig sé best að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tryggja að allir landsmenn hafi jafnt aðgengi hvarvetna á landinu og óháð efnahag. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg sem flestum í nálægð við heimabyggð. Íbúar í dreifðum byggðum þurfa að hafi góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu sem borin er uppi af heilbrigðisstofnunum út um landið. Fólk vill búa við öryggi Í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga sem gerð var meðal íbúa í stærri bæjum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu kemur fram aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegi þungt þegar val á búsetu er metið, eðlilega. Við búum við gott heilbrigðiskerfi sem hefur sýnt það og sannað síðustu misseri að það getur brugðist hratt og örugglega við þegar mikið liggur við. En aðgengi að fæðingarhjálp og aðgengi að sérfræðingum er misjafnt eftir því hvar á landinu fólk býr. Því þarf að efla utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni, þetta er baráttumál sérstaklega í hinum dreifðum byggðum, þar sem erfitt hefur verið að halda úti skurðstofum og fæðingarhjálp. Öflug bráðaþjónusta utan spítala er nauðsynlegur hlekkur í öflugu heilbrigðiskerfi. Nýtum okkur tæknina Í aðgerðaráætlun sem sett var í tengslum við heilbrigðisstefnu sem gildir til 2030 koma fram áherslur á að aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu. Fjarheilbrigðisþjónustu fylgja bæði tækifæri og áskoranir. Mótun slíkrar þjónustu þarf að ígrunda vel, bæði þeirra sem njóta og veita. Tæknin er til staðar og ætti að geta nýst til að auka gæði og spara bæði tíma og fjármagn og til þess að hún virki þarf hún að styðja þá þjónustu sem fyrir er. Með fjarheilbrigðisþjónustu er hægt að nýta betur þann mannauð sem hver stofnun býr yfir. Þjónustan verður aðgengileg óháð búsetu og fagfólk hefur aðgang að meiri stuðningi í sínu heimahéraði. Fjarheilbrigðisþjónusta kemur þó aldrei í stað þjónustu í heimabyggð, hún getur brúað bilið í mörgum tilfellum og fækkað dýrum ferðum fólks milli landshluta í leit að þjónustu. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mikilvægt, það ætti að vera leiðarljós fyrir þá sem óska eftir sæti á Alþingi. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að við hjá Framsókn viljum gott heilbrigðiskerfi fyrir alla í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Byggðamál Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um heilbrigðiskerfið síðustu misseri, hvernig skuli byggja það upp og hvort auka eigi þátt einkageirans. Í dag er fjórðungur kerfisins rekin af einkaaðilum, kerfið sjálft fer sístækkandi með fjölgun íbúa og hækkandi lífaldri ásamt aukum fjölda ferðamanna. Framsóknarflokkurinn styður blandað kerfi og telur að það sé farsæll kostur til að efla heilbrigðiskerfið í heild. Við þurfum að beina kastljósinu á hvernig sé best að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tryggja að allir landsmenn hafi jafnt aðgengi hvarvetna á landinu og óháð efnahag. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg sem flestum í nálægð við heimabyggð. Íbúar í dreifðum byggðum þurfa að hafi góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu sem borin er uppi af heilbrigðisstofnunum út um landið. Fólk vill búa við öryggi Í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga sem gerð var meðal íbúa í stærri bæjum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu kemur fram aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegi þungt þegar val á búsetu er metið, eðlilega. Við búum við gott heilbrigðiskerfi sem hefur sýnt það og sannað síðustu misseri að það getur brugðist hratt og örugglega við þegar mikið liggur við. En aðgengi að fæðingarhjálp og aðgengi að sérfræðingum er misjafnt eftir því hvar á landinu fólk býr. Því þarf að efla utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni, þetta er baráttumál sérstaklega í hinum dreifðum byggðum, þar sem erfitt hefur verið að halda úti skurðstofum og fæðingarhjálp. Öflug bráðaþjónusta utan spítala er nauðsynlegur hlekkur í öflugu heilbrigðiskerfi. Nýtum okkur tæknina Í aðgerðaráætlun sem sett var í tengslum við heilbrigðisstefnu sem gildir til 2030 koma fram áherslur á að aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu. Fjarheilbrigðisþjónustu fylgja bæði tækifæri og áskoranir. Mótun slíkrar þjónustu þarf að ígrunda vel, bæði þeirra sem njóta og veita. Tæknin er til staðar og ætti að geta nýst til að auka gæði og spara bæði tíma og fjármagn og til þess að hún virki þarf hún að styðja þá þjónustu sem fyrir er. Með fjarheilbrigðisþjónustu er hægt að nýta betur þann mannauð sem hver stofnun býr yfir. Þjónustan verður aðgengileg óháð búsetu og fagfólk hefur aðgang að meiri stuðningi í sínu heimahéraði. Fjarheilbrigðisþjónusta kemur þó aldrei í stað þjónustu í heimabyggð, hún getur brúað bilið í mörgum tilfellum og fækkað dýrum ferðum fólks milli landshluta í leit að þjónustu. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mikilvægt, það ætti að vera leiðarljós fyrir þá sem óska eftir sæti á Alþingi. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að við hjá Framsókn viljum gott heilbrigðiskerfi fyrir alla í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun