„Við vonum að þessir fundir gefi tóninn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 19:46 Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. Vísir/Einar Fyrsti upplýsingafundur ungra umhverfissinna um stöðu loftslagsmála var haldin í Norræna húsinu í dag. Kallað er eftir því að gripið verði til víðtækra aðgerða strax og að yfirvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf á dögunum út skýrslu sem vakti mikinn óhug meðal heimsbúa. Í skýrslunni kom meðal annars fram að reiknað sé mað að hnattræn hlýnun fari umfram eina og hálfa gráðu strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar, þvert á markmið Parísarsamkomulagsins. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, og Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/Einar Á upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag fóru sérfræðingar í loftslagsmálum meðal annars yfir röskun mannkyns á kolefnishringrás jarðar, og hvernig kolefnislosun hefur þróast í gegn um tíðina. „Svo fengum við líka yfirlit yfir það hvernig losun á Íslandi hefur þróast og hvernig framtíðarþróunin getur orðið,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. „Okkur fannst þetta vera afar aðkallandi málefni núna, sérstaklega í ljósi nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“ Nú sé aðkallandi að neyðarástandi verði lýst yfir í loftslagsmálum og kné sá látið fylgja kviði. „Ákall loftslagsverkfallsins hefur lengi verið að íslensk stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og enn fremur að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við það neyðarástand sem við búum við, enda er ekki bara nóg að lýsa því yfir heldur þarf líka að grípa til fullnægjandi aðgerða,“ segir Tinna. Fundurinn var þétt setinn í dag.Vísir/Einar Vonir séu um að fundirnir hvetji stjórnmálaflokka til að taka vána alvarlega. „Við vonum að þessir fundir gefi tóninn, sérstaklega fyrir komandi kosningar svo við fáum að sjá fullnægjandi tillögur frá flokkunum sem munu hjálpa okkur að takast á við þetta ástand af nógu mikilli festu,“ segir Tinna. „Við viljum auðvitað að öll séu sem upplýstust um þetta málefni og þá sérstaklega stjórnmálafólk, þannig endilega mæta á staðinn.“ Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22 Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gaf á dögunum út skýrslu sem vakti mikinn óhug meðal heimsbúa. Í skýrslunni kom meðal annars fram að reiknað sé mað að hnattræn hlýnun fari umfram eina og hálfa gráðu strax snemma á fjórða áratug þessarar aldar, þvert á markmið Parísarsamkomulagsins. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við HÍ, og Halldór Björnsson, formaður Vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sátu fyrir svörum á fundinum.Vísir/Einar Á upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag fóru sérfræðingar í loftslagsmálum meðal annars yfir röskun mannkyns á kolefnishringrás jarðar, og hvernig kolefnislosun hefur þróast í gegn um tíðina. „Svo fengum við líka yfirlit yfir það hvernig losun á Íslandi hefur þróast og hvernig framtíðarþróunin getur orðið,“ segir Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra umhverfissinna. „Okkur fannst þetta vera afar aðkallandi málefni núna, sérstaklega í ljósi nýjustu skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“ Nú sé aðkallandi að neyðarástandi verði lýst yfir í loftslagsmálum og kné sá látið fylgja kviði. „Ákall loftslagsverkfallsins hefur lengi verið að íslensk stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og enn fremur að aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við það neyðarástand sem við búum við, enda er ekki bara nóg að lýsa því yfir heldur þarf líka að grípa til fullnægjandi aðgerða,“ segir Tinna. Fundurinn var þétt setinn í dag.Vísir/Einar Vonir séu um að fundirnir hvetji stjórnmálaflokka til að taka vána alvarlega. „Við vonum að þessir fundir gefi tóninn, sérstaklega fyrir komandi kosningar svo við fáum að sjá fullnægjandi tillögur frá flokkunum sem munu hjálpa okkur að takast á við þetta ástand af nógu mikilli festu,“ segir Tinna. „Við viljum auðvitað að öll séu sem upplýstust um þetta málefni og þá sérstaklega stjórnmálafólk, þannig endilega mæta á staðinn.“
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44 Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22 Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. 20. ágúst 2021 15:44
Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. 20. ágúst 2021 13:22
Græða upp tugþúsundir ferkílómetra til að ná loftslagsmarkmiði Kínversk stjórnvöld stefna að því að gróðursetja tré á um 36.000 ferkílómetrum lands á ári fram til ársins 2025 í því skyni að færast nær markmiði sínu um að ná kolefnishlutleysi síðar á þessari öld og bæta vistkerfi. 20. ágúst 2021 11:42
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?