Nemendur Fossvogsskóla byrja í húsnæði Hjálpræðishersins á mánudag Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2021 14:44 Húsnæðið var tekið í notkun í desember á síðasta ári. Hjálpræðisherinn Yfirgnæfandi meirihluti foreldra og kennara sem tóku þátt í könnun borgarinnar um fyrirkomulag skólahalds í Fossvogsskóla vill að skólastarfið fari fram í húsnæði Hjálpræðishersins. Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk færi fram í gámum á skólalóðinni vegna myglu í skólahúsnæðinu en ekki tókst að klára frágang í tæka tíð. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram en mikil óánægja var með þá niðurstöðu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi í gær út könnun til starfsmanna og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla þar sem hugur þeirra til þriggja valkosta í húsnæðismálum fyrir fyrstu vikur skólaársins var kannaður. Lítill stuðningur við kennslu í Korpuskóla Um 70% foreldra og 90% og starfsfólks völdu að börnin myndu fara með skólarútu í nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun byggða á niðurstöðunum og munu árgangarnir hefja nám í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hinir valkostirnir voru annars vegar að halda sig við kennslu í Víkingsheimilinu og hins vegar að 2. bekk yrði kennt þar en 3. og 4. bekkur færi með rútu í Korpuskóla. Aðstaðan í húsnæði Hjálpræðishersins. Hjálpræðisherinn hefur boðið afnot að húsakynnum sínum fyrir fyrstu vikur skólaársins. „Skólastjórnendur og annað starfsfólk hafa kynnt sér aðstæður þar síðustu daga og segja þær til fyrirmyndar. Húsnæðið var tekið í notkun í desember á síðasta ári og þar eru loftgæði með besta móti og hljóðvist til fyrirmyndar. Kennsla mun fara fram í rúmgóðum rýmum með stórum gluggum. Þá er aðstaða fyrir kennara mjög góð,“ segir í tilkynningu. „Salernisaðstaða er mjög aðgengileg og þægileg, auk þess sem beinn aðgangur er að garði sunnan við húsið. Á lóð hússins eru ný leiktæki, vellir fyrir boltaleiki og stutt í önnur útivistarsvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Fyrirhugað var að kennsla barna í 2. til 4. bekk færi fram í gámum á skólalóðinni vegna myglu í skólahúsnæðinu en ekki tókst að klára frágang í tæka tíð. Í staðinn vildi Reykjavíkurborg að börnunum yrði kennt í aðstöðu sem íþróttafélagið Víkingur bauð fram en mikil óánægja var með þá niðurstöðu. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi í gær út könnun til starfsmanna og foreldra barna í 2. til 4. bekk Fossvogsskóla þar sem hugur þeirra til þriggja valkosta í húsnæðismálum fyrir fyrstu vikur skólaársins var kannaður. Lítill stuðningur við kennslu í Korpuskóla Um 70% foreldra og 90% og starfsfólks völdu að börnin myndu fara með skólarútu í nýtt húsnæði Hjálpræðishersins. Borgaryfirvöld hafa tekið ákvörðun byggða á niðurstöðunum og munu árgangarnir hefja nám í húsnæði Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72 á mánudagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Hinir valkostirnir voru annars vegar að halda sig við kennslu í Víkingsheimilinu og hins vegar að 2. bekk yrði kennt þar en 3. og 4. bekkur færi með rútu í Korpuskóla. Aðstaðan í húsnæði Hjálpræðishersins. Hjálpræðisherinn hefur boðið afnot að húsakynnum sínum fyrir fyrstu vikur skólaársins. „Skólastjórnendur og annað starfsfólk hafa kynnt sér aðstæður þar síðustu daga og segja þær til fyrirmyndar. Húsnæðið var tekið í notkun í desember á síðasta ári og þar eru loftgæði með besta móti og hljóðvist til fyrirmyndar. Kennsla mun fara fram í rúmgóðum rýmum með stórum gluggum. Þá er aðstaða fyrir kennara mjög góð,“ segir í tilkynningu. „Salernisaðstaða er mjög aðgengileg og þægileg, auk þess sem beinn aðgangur er að garði sunnan við húsið. Á lóð hússins eru ný leiktæki, vellir fyrir boltaleiki og stutt í önnur útivistarsvæði.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12 Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44 Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Óviðunandi staða í málefnum Fossvogsskóla Menntamálaráðherra segir að stöðuna í málefnum Fossvogsskóla vera óviðunandi. Óvissa ríkir enn um tilhögun skólahalds á næstu vikum en kennsla á að hefjast næsta mánudag. 21. ágúst 2021 08:12
Tekur ekki í mál að kenna frammi á gangi Kennari í þriðja bekk í Fossvogsskóla tekur það ekki í mál að kenna börnum frammi á gangi í tengibyggingu Víkingsheimilisins. Hún kveðst þó meira en tilbúin til að kenna í húsnæði Hjálpræðishersins, sem bauð Reykjavíkurborg afnot af byggingunni undir skólastarfið í dag, og er bjartsýn á næstu vikur. 20. ágúst 2021 20:44
Lélegast að borgin hafi ekki haft nógu góðan verkferil í myglumálum Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, segist skilja reiði foreldra í Fossvogsskóla með ráðstafanir borgaryfirvalda þegar kemur að því að koma börnunum fyrir. Hart hefur verið deilt á að til standi að nota Víkingsheimilið til kennslu, sem mörgum þykir óviðunandi. 19. ágúst 2021 20:17