Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. ágúst 2021 12:02 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir stöðuna í flugstöðinni nógu kaótíska fyrir. Vísir/sigurjón Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. Félagið fundar með Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Búist er við að sá fundur geti staðið langt fram á kvöld en FÍF hefur til klukkan fimm í nótt til að boða verkfallið. Deilan strandar á vinnutíma flugumferðarstjóra. „Ég held að við verðum að hafa traust á þessum aðilum að lenda málinu því þetta er náttúrulega það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaðurinn og í raun og veru bara landið þarf í þessu Covid ástandi að það fari að bætast verkföll ofan í kaupið,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hefði áhrif á morgunflug á þriðjudegi Ef verkfallið verður boðað stendur það á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun í næstu viku. Það hefði því áhrif á allt morgunflug. „Það fellur í rauninni á dag sem hefur ekki stór áhrif á okkur og okkar áætlanir,“ segir Birgir. „Við erum með brottfarir seinna á þessum degi en á þessum verkfallstíma sem vinnustöðvunin tekur til. Það sem þetta gerir fyrst og fremst er að skapa enn þá meiri óvissu um ferðalög og það eru óskýrar reglur nú þegar. Það er kaos í flugstöðinni núna á hverjum einasta degi þannig þetta er alls ekki það sem við þurfum.“ Skoða frekari verkfallsaðgerðir Arnar Hjálmsson, formaður FÍF, sagði við Vísi í gærkvöldi að félagið myndi funda með trúnaðarráði í dag til að skoða möguleikann á því að láta félagsmenn greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. „Ég held að allir hljóti að hafa áhyggjur af því. Því eins og ég segi þá er þetta það síðasta sem við þurfum núna og ég held að samningsaðilar verði að taka það inn í myndina að þetta er svo miklu stærra mál en þessi tiltekna deila því þetta getur haft mikla röskun á allri ferðaþjónustu og öllu flugi til og frá landinu, sem er auðvitað bara hið versta mál,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Play Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira
Félagið fundar með Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Búist er við að sá fundur geti staðið langt fram á kvöld en FÍF hefur til klukkan fimm í nótt til að boða verkfallið. Deilan strandar á vinnutíma flugumferðarstjóra. „Ég held að við verðum að hafa traust á þessum aðilum að lenda málinu því þetta er náttúrulega það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaðurinn og í raun og veru bara landið þarf í þessu Covid ástandi að það fari að bætast verkföll ofan í kaupið,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Hefði áhrif á morgunflug á þriðjudegi Ef verkfallið verður boðað stendur það á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun í næstu viku. Það hefði því áhrif á allt morgunflug. „Það fellur í rauninni á dag sem hefur ekki stór áhrif á okkur og okkar áætlanir,“ segir Birgir. „Við erum með brottfarir seinna á þessum degi en á þessum verkfallstíma sem vinnustöðvunin tekur til. Það sem þetta gerir fyrst og fremst er að skapa enn þá meiri óvissu um ferðalög og það eru óskýrar reglur nú þegar. Það er kaos í flugstöðinni núna á hverjum einasta degi þannig þetta er alls ekki það sem við þurfum.“ Skoða frekari verkfallsaðgerðir Arnar Hjálmsson, formaður FÍF, sagði við Vísi í gærkvöldi að félagið myndi funda með trúnaðarráði í dag til að skoða möguleikann á því að láta félagsmenn greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. „Ég held að allir hljóti að hafa áhyggjur af því. Því eins og ég segi þá er þetta það síðasta sem við þurfum núna og ég held að samningsaðilar verði að taka það inn í myndina að þetta er svo miklu stærra mál en þessi tiltekna deila því þetta getur haft mikla röskun á allri ferðaþjónustu og öllu flugi til og frá landinu, sem er auðvitað bara hið versta mál,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Play Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Sjá meira