Hvað dvelur hraðprófin? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 23. ágúst 2021 12:31 Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja. Að auki bjóða dönsk stjórnvöld víða upp á Covid-hraðpróf fólki að kostnaðarlausu, hvort sem það finnur fyrir einkennum eða ekki og hvort sem um heimamenn eða ferðamenn er að ræða. Fólk sem ekki getur nýtt sér þessi fríu próf getur keypt þau víða á stöðum sem betur henta. Þetta fjölgar þeim sem komast snemma að því að þau séu smituð og dregur úr líkunum á því að þau smiti aðra. Að sama skapi einfaldar þetta ósmituðu fólki að halda sínu striki.Fyrirkomulagið í fríu Covid-hraðprófunartjöldum danskra stjórnvalda minnir um margt á skipulagið góða í Laugardalshöll þegar við vorum ,,best í heimi í bólusetningum“. Nema þau eru auðvitað margfalt smærri í sniðum enda tjöldin víða. En hvað gerðist svo? Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að stjórnvöld sjái fyrir sér að hraðpróf verði í auknum mæli notuð til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ef það markmið á að nást hlýtur að þurfa að auka aðgengi fólks að hraðprófunum, það segir sig sjálft. Annars vegar með því að koma upp prófunarstöðum þar sem fólki gefst kostur á taka hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Hins vegar með því að afnema óskiljanlegt bann við sjálfsprófum. Þessi próf eru ekki ætluð fólki með einkenni heldur eru fyrst og fremst notuð sem smitvörn. Þau skapa öryggi og draga úr smithættu svo að við getum fetað okkur aftur í áttina að eðlilegu lífi. Svo að við getum lifað með veirunni. Höfundur er þingmaður og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Ólíkt hafast þau að, stjórnvöld á Íslandi og í Danmörku, þegar kemur að því að greiða leið fólks í gegnum Covid-19 frumskóginn, til að tryggja að við getum lifað hér sem eðlilegustu lífi á ný. Á meðan íslensk stjórnvöld þvælast fyrir með reglugerð sem bannar notkun Covid-sjálfsprófa þá hvetja dönsk stjórnvöld til notkunar slíkra prófa hvenær sem fólk og fyrirtæki þurfa og vilja. Að auki bjóða dönsk stjórnvöld víða upp á Covid-hraðpróf fólki að kostnaðarlausu, hvort sem það finnur fyrir einkennum eða ekki og hvort sem um heimamenn eða ferðamenn er að ræða. Fólk sem ekki getur nýtt sér þessi fríu próf getur keypt þau víða á stöðum sem betur henta. Þetta fjölgar þeim sem komast snemma að því að þau séu smituð og dregur úr líkunum á því að þau smiti aðra. Að sama skapi einfaldar þetta ósmituðu fólki að halda sínu striki.Fyrirkomulagið í fríu Covid-hraðprófunartjöldum danskra stjórnvalda minnir um margt á skipulagið góða í Laugardalshöll þegar við vorum ,,best í heimi í bólusetningum“. Nema þau eru auðvitað margfalt smærri í sniðum enda tjöldin víða. En hvað gerðist svo? Í frétt RÚV í gærkvöldi kom fram að stjórnvöld sjái fyrir sér að hraðpróf verði í auknum mæli notuð til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ef það markmið á að nást hlýtur að þurfa að auka aðgengi fólks að hraðprófunum, það segir sig sjálft. Annars vegar með því að koma upp prófunarstöðum þar sem fólki gefst kostur á taka hraðpróf sér að kostnaðarlausu. Hins vegar með því að afnema óskiljanlegt bann við sjálfsprófum. Þessi próf eru ekki ætluð fólki með einkenni heldur eru fyrst og fremst notuð sem smitvörn. Þau skapa öryggi og draga úr smithættu svo að við getum fetað okkur aftur í áttina að eðlilegu lífi. Svo að við getum lifað með veirunni. Höfundur er þingmaður og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun