Hyggst leiða saman annars konar ríkisstjórn en nú situr Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2021 11:20 Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Meðal þess sem Samfylkingin leggur áherslu á í nýútkominni kosningastefnu sinni er hækkun barnabóta upp í 54 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalfjölskyldu og ný stjórnarskrá. Þá ætlar flokkurinn sér að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir og skiptist í fjóra hluta. „Samfylkingin ætlar að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Ríkisstjórn sem setur fjölskyldur í forgang, er tilbúin að stórbæta kjör eldra fólks og öryrkja, byggja upp sterkara samfélag með nýrri atvinnustefnu, þar sem allir hafa aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum,“ sagði Logi Einarsson, formaður flokksins þegar hann kynnti stefnuna. Hyggjast hækka barnabætur og grunnlífeyri Samfylkingin leggur áherslu á hækkun barnabóta og bætingu kjara eldra fólks og öryrkja. Ætlaðar aðgerðir fela í sér upptöku norræns barnabótakerfis þar sem barnafjölskyldur með meðaltekjur fái allt að 54 þúsund krónur á mánuði, skattfrjálst. Þá hyggst flokkurinn hækka grunnlífeyri eldra fólks og öryrkja til samræmis við Lífskjarasamningana og hækka frítekjumörk. Ætla sér stóra hluti í loftslagsmálum „Við ætlum að hefja kraftmikla sókn gegn loftslagsbreytingum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Til þess þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meðal boðaðra aðgerða flokksins er lögfesting loftslagsmarkmiðs um minnst 60 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og að hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, og flýta Borgarlínu. Þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og ný atvinnustefna Samfylkingin ætlar sér að ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum. Flokkurinn ætlar að auka fjármagn, bæta mönnun og aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu um allt land. Fyrsta skrefið í þeirri áætlun væri að gera sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni mun aðgengilegri og gjaldfrjálsa. Þá ætlar Samfylkingin að að móta nýja og spennandi atvinnustefnu sem byggir meira á hugviti og grænum umskiptum og styðja betur við lítil fyrirtæki og einyrkja með upptöku sérstaks frítekjumarks fyrirtækja. Að sögn flokksins eru það nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Sækja gegn sérhagsmunum og jafna tækifæri Samfylkingin boðar sókn gegn sérhagsmunum, hærri veiðigjöld og endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að hámarka arð þjóðarinnar af sjávarauðlindinni. Flokkurinn leggur áherslu á að þjóðin fái að kjósa um áframhald viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá verði sett á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs, að ný og mannúðlegri stefna í málefnum flóttafólks verði tekin upp og að samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Kosningastefnu Samfylkingarinnar má sjá í heild sinni á vef flokksins. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Kosningastefnan ber yfirheitið Betra líf - fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir og skiptist í fjóra hluta. „Samfylkingin ætlar að leiða saman annars konar ríkisstjórn en þá sem nú situr. Ríkisstjórn sem setur fjölskyldur í forgang, er tilbúin að stórbæta kjör eldra fólks og öryrkja, byggja upp sterkara samfélag með nýrri atvinnustefnu, þar sem allir hafa aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og ráðast í alvöru aðgerðir í loftslagsmálum,“ sagði Logi Einarsson, formaður flokksins þegar hann kynnti stefnuna. Hyggjast hækka barnabætur og grunnlífeyri Samfylkingin leggur áherslu á hækkun barnabóta og bætingu kjara eldra fólks og öryrkja. Ætlaðar aðgerðir fela í sér upptöku norræns barnabótakerfis þar sem barnafjölskyldur með meðaltekjur fái allt að 54 þúsund krónur á mánuði, skattfrjálst. Þá hyggst flokkurinn hækka grunnlífeyri eldra fólks og öryrkja til samræmis við Lífskjarasamningana og hækka frítekjumörk. Ætla sér stóra hluti í loftslagsmálum „Við ætlum að hefja kraftmikla sókn gegn loftslagsbreytingum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar: Raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega. Til þess þurfum við nýja nálgun og alvöru aðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Meðal boðaðra aðgerða flokksins er lögfesting loftslagsmarkmiðs um minnst 60 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 og að hefja undirbúning að Keflavíkurlínu, grænni tengingu milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, og flýta Borgarlínu. Þjóðarátak í geðheilbrigðismálum og ný atvinnustefna Samfylkingin ætlar sér að ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum. Flokkurinn ætlar að auka fjármagn, bæta mönnun og aðgengi almennings að heilbrigðisþjónustu um allt land. Fyrsta skrefið í þeirri áætlun væri að gera sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni mun aðgengilegri og gjaldfrjálsa. Þá ætlar Samfylkingin að að móta nýja og spennandi atvinnustefnu sem byggir meira á hugviti og grænum umskiptum og styðja betur við lítil fyrirtæki og einyrkja með upptöku sérstaks frítekjumarks fyrirtækja. Að sögn flokksins eru það nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Sækja gegn sérhagsmunum og jafna tækifæri Samfylkingin boðar sókn gegn sérhagsmunum, hærri veiðigjöld og endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu með það að markmiði að hámarka arð þjóðarinnar af sjávarauðlindinni. Flokkurinn leggur áherslu á að þjóðin fái að kjósa um áframhald viðræðna um inngöngu í Evrópusambandið, ný stjórnarskrá verði sett á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs, að ný og mannúðlegri stefna í málefnum flóttafólks verði tekin upp og að samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur. Kosningastefnu Samfylkingarinnar má sjá í heild sinni á vef flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Bein útsending: Samfylkingin kynnir kosningastefnu sína Samfylkingin hefur boðað til streymisfundar þar sem kosningastefna flokksins verður kynnt, nú þegar nákvæmlega einn mánuður er til kosninga. Fundurinn hefst klukkan 11. 25. ágúst 2021 10:30