Lífsgæðin á landsbyggðinni – best geymda leyndarmálið Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 11:01 Ég er alin upp í Reykjavík. Ekki bara það, heldur bjó ég á Laugaveginum milli tvítugs og þrítugs, djammaði stíft og naut lífsins – enda lifum við jú bara einu sinni og ég ætlaði ekki að láta mér leiðast. Síðan gerðist það að rétt fyrir hrun að ég var að klára Háskólann á Bifröst og þá var hvergi vinnu að fá. Eftir mikla leit fann ég á endanum vinnu – eins langt frá Laugaveginum og hugsast getur. Ég fékk vinnu á Egilsstöðum. Vinum mínum og fjölskyldu fannst þetta nú alveg fín hugmynd en það voru samt flestir á því að ég myndi ekki endast lengi þarna lengst úti á landi, í litlu bæjarfélagi þar sem ekkert væri um að vera. Það er ekki sömu sögu að segja í dag, 13 árum seinna. Nú telja flestir að ég eigi hreinlega ekki afturkvæmt í bæinn. Ég skal segja ykkur hvers vegna það er. Við höfum það bara svo hrikalega gott. Hér búum við fjölskyldan í rúmgóðu húsnæði með garð og bílskúr, sem hefur verðgildi á við gluggalausa geymslu í Hafnarfirði. Afborganir eru þar af leiðandi minni, tekjur okkar fara því að meiri hluta í tómstundir, áhugamál, góðan og hollan mat, grill á pallinum og fjórhjól – enda vita það allir að enginn er maður með mönnum nema eiga eitthvað vélknúið dót á hjólum með stórum dekkjum til að þræða slóða upp næsta fjallgarð. Þau lífsgæði að vinnan er nokkur hundruð metra frá heimili okkar, að börnin hlaupa sjálf í íþróttahúsið og að við þekkjum og getum stólað á samfélagið okkar, eru einfaldlega ómetanleg. Okkar dýrmætasta eign er jú meiri tími og hann höfum við hér á landsbyggðinni. Við erum nær náttúrunni og við höfum meiri fjármuni til ráðstöfunar því við erum ekki eins skuldsett. Það er ekki svo að skilja að landsbyggðin hafi ekki galla, allt hefur kosti og galla, en þegar kostirnir vega miklu þyngra en gallarnir þá tekur maður þeim með æðruleysi. Árið 2019 hóf Byggðastofnun viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna. Tilgangur hennar var að fá greinargóðar upplýsingar um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar. Skýrsla með niðurstöðum úr þriðja áfanga verkefnisins hefur nú verið birt á vef Byggðastofnunar en þar kemur meðal annars fram að flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgarsvæðisins, sem hyggjast vera um kyrrt í sínu bæjarfélagi, segja að gott samfélag sé þáttur sem skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu. Meirihluti svarenda segir jafnframt að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar skipti einnig miklu máli. Ég er þess fullviss að margir eru sömu skoðunar enda er það ljóst af byggingaþörf á landsbyggðinni að færri komast að en vilja. Það er okkur sem þjóð gríðarlega mikilvægt að styrkja allar byggðir, hringinn í kringum landið. Það er mikilvægt að styrkja innviðina og það er mikilvægt að byggja meira íbúðarhúsnæði. Fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni er líka mikilvægt að tala fallega um heimkynni okkar og njóta þess að búa þar. Nú fyrir kosningar hrúgast inn greinar og yfirlýsingar um hvað þarf og ætti að gera í hinum ýmsu málaflokkum. Framsókn hefur forskot í slíkum leikjum, við sýnum vilja í verki og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Framsókn hefur hrint í framkvæmd mikilli uppbyggingu. Þar má nefna að víða um land er í fyrsta sinn í áraraðir verið að byggja nýtt húsnæði í gegnum verkefni sem Ásmundur Einar Daðason ýtti úr vör. Fyrir tilstilli Lilju Alfreðsdóttur er kominn vísir að háskólanámi í Fjarðabyggð. Vegaframkvæmdir á borð við lagningu bundins slitlags á Borgarfjarðarveg eru á lokastigi og enn meira í farvatninu fyrir þrotlausa vinnu margra undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta sýnir að Framsókn er flokkur landsbyggðarinnar og stendur við stóru orðin. En til að tryggja það að við fáum örugglega að sjá áframhaldandi uppbyggingu, á borð við göng undir Fjarðarheiði og nýjan veg um Öxi, þarf að setja x við B í komandi Alingiskosningum. Framtíðin ræðst á miðjunni því þar gerst hlutirnir. Við erum stolt af okkar verkum og treystum því að kjósendur séu á sama máli. Höfundur skipar 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi og er varasveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Byggðamál Alþingiskosningar 2021 Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég er alin upp í Reykjavík. Ekki bara það, heldur bjó ég á Laugaveginum milli tvítugs og þrítugs, djammaði stíft og naut lífsins – enda lifum við jú bara einu sinni og ég ætlaði ekki að láta mér leiðast. Síðan gerðist það að rétt fyrir hrun að ég var að klára Háskólann á Bifröst og þá var hvergi vinnu að fá. Eftir mikla leit fann ég á endanum vinnu – eins langt frá Laugaveginum og hugsast getur. Ég fékk vinnu á Egilsstöðum. Vinum mínum og fjölskyldu fannst þetta nú alveg fín hugmynd en það voru samt flestir á því að ég myndi ekki endast lengi þarna lengst úti á landi, í litlu bæjarfélagi þar sem ekkert væri um að vera. Það er ekki sömu sögu að segja í dag, 13 árum seinna. Nú telja flestir að ég eigi hreinlega ekki afturkvæmt í bæinn. Ég skal segja ykkur hvers vegna það er. Við höfum það bara svo hrikalega gott. Hér búum við fjölskyldan í rúmgóðu húsnæði með garð og bílskúr, sem hefur verðgildi á við gluggalausa geymslu í Hafnarfirði. Afborganir eru þar af leiðandi minni, tekjur okkar fara því að meiri hluta í tómstundir, áhugamál, góðan og hollan mat, grill á pallinum og fjórhjól – enda vita það allir að enginn er maður með mönnum nema eiga eitthvað vélknúið dót á hjólum með stórum dekkjum til að þræða slóða upp næsta fjallgarð. Þau lífsgæði að vinnan er nokkur hundruð metra frá heimili okkar, að börnin hlaupa sjálf í íþróttahúsið og að við þekkjum og getum stólað á samfélagið okkar, eru einfaldlega ómetanleg. Okkar dýrmætasta eign er jú meiri tími og hann höfum við hér á landsbyggðinni. Við erum nær náttúrunni og við höfum meiri fjármuni til ráðstöfunar því við erum ekki eins skuldsett. Það er ekki svo að skilja að landsbyggðin hafi ekki galla, allt hefur kosti og galla, en þegar kostirnir vega miklu þyngra en gallarnir þá tekur maður þeim með æðruleysi. Árið 2019 hóf Byggðastofnun viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna. Tilgangur hennar var að fá greinargóðar upplýsingar um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar. Skýrsla með niðurstöðum úr þriðja áfanga verkefnisins hefur nú verið birt á vef Byggðastofnunar en þar kemur meðal annars fram að flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgarsvæðisins, sem hyggjast vera um kyrrt í sínu bæjarfélagi, segja að gott samfélag sé þáttur sem skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu. Meirihluti svarenda segir jafnframt að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar skipti einnig miklu máli. Ég er þess fullviss að margir eru sömu skoðunar enda er það ljóst af byggingaþörf á landsbyggðinni að færri komast að en vilja. Það er okkur sem þjóð gríðarlega mikilvægt að styrkja allar byggðir, hringinn í kringum landið. Það er mikilvægt að styrkja innviðina og það er mikilvægt að byggja meira íbúðarhúsnæði. Fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni er líka mikilvægt að tala fallega um heimkynni okkar og njóta þess að búa þar. Nú fyrir kosningar hrúgast inn greinar og yfirlýsingar um hvað þarf og ætti að gera í hinum ýmsu málaflokkum. Framsókn hefur forskot í slíkum leikjum, við sýnum vilja í verki og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Framsókn hefur hrint í framkvæmd mikilli uppbyggingu. Þar má nefna að víða um land er í fyrsta sinn í áraraðir verið að byggja nýtt húsnæði í gegnum verkefni sem Ásmundur Einar Daðason ýtti úr vör. Fyrir tilstilli Lilju Alfreðsdóttur er kominn vísir að háskólanámi í Fjarðabyggð. Vegaframkvæmdir á borð við lagningu bundins slitlags á Borgarfjarðarveg eru á lokastigi og enn meira í farvatninu fyrir þrotlausa vinnu margra undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta sýnir að Framsókn er flokkur landsbyggðarinnar og stendur við stóru orðin. En til að tryggja það að við fáum örugglega að sjá áframhaldandi uppbyggingu, á borð við göng undir Fjarðarheiði og nýjan veg um Öxi, þarf að setja x við B í komandi Alingiskosningum. Framtíðin ræðst á miðjunni því þar gerst hlutirnir. Við erum stolt af okkar verkum og treystum því að kjósendur séu á sama máli. Höfundur skipar 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi og er varasveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun