Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan 18:30.

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá því hvernig blaðamannafundur KSÍ fór þar sem nýjasti landsliðshópurinn var kynntur. Fréttamaður okkar Snorri Másson sat fundinn en andrúmsloftið varð spennuþrungið þegar forysta KSÍ var spurð út í erfið mál sem vofa yfir liðinu.

Sunna Sæmundsdóttir kynnir sér áhrif stýrivaxtahækkana Seðlabankans sem voru kynntar í dag en afborganir af húsnæðislánum geta hækkað um tugi þúsunda á ári vegna þessarar ákvörðunar.

Við lítum einnig við á Akureyri þar sem Tryggvi Páll Tryggvason segir okkur frá veðurblíðunni sem varð þess valdandi að nemendur við Menntaskólann þurftu að flýja skólastofurnar. Og Kristján Már Unnarsson verður í beinni útsendingu frá Eskifirði þar sem þessi einmuna veðurblíða sem leikið hefur við norðaustanvert landið hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×