Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2021 12:50 Danir eru sjálfir stórtækir olíuframleiðendur. Þeir hafa þó ákveðið að leyfa ekki frekari vinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir 2050. Vísir/EPA Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást. Bandalagið sem Danmörk og Kosta Ríka vilja koma á koppinn á að nefnast BOGA (Beyond Oil and Gas Alliance) samkvæmt drögum að stofnskjölum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Meginmarkmið bandalagsins verður að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Ætlunin er að leggja til tímasetningu fyrir bæði þróuð ríki og þróunarríki til að taka úr notkun núverandi olíu- og gasframleiðslu sína. Þá þurfa ríki að skuldbinda sig til þess að hætta við leyfisveitingar fyrir ný olíu- og gasvinnsluverkefni í sinni lögsögu til að vera gjaldgeng í bandalagið. Ríki gætu fengið hálfa aðild að bandalaginu með því að takmarka olíu- og gasframleiðslu, þar á meðal með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að hætta niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Til stendur að kynna bandalagið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Dan Jørgensen, loftslags-og orkumálaráðherra Danmerkur, segir Reuters að viðræður stand yfir við mörg ríki en of snemmt sé að segja hversu mörg þeirra ætli að ganga í bandalagið. Banna frekari vinnslu í Norðursjó Dönsk stjórnvöld ákváðu að banna frekar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir árið 2050. Olía hefur aldrei verið unnin í Kosta Ríka en þarlend stjórnvöld ætla að leggja til frumvarp um að það verði aldrei gert. Bruni á jarðefnaeldsneyti er aðaluppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út fyrr í þessum mánuði. Alþjóðaorkumálastofnunin segir að til þess að markmið Parísarsamkomulagsins um halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld náist megi ekki ráðast í nein ný jarðefnaeldsneytisverkefni neins staðar á jörðinni. Loftslagsmál Danmörk Kosta Ríka Bensín og olía Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Bandalagið sem Danmörk og Kosta Ríka vilja koma á koppinn á að nefnast BOGA (Beyond Oil and Gas Alliance) samkvæmt drögum að stofnskjölum sem Reuters-fréttastofan hefur séð. Meginmarkmið bandalagsins verður að takmarka olíu- og gasframleiðslu í samræmi við það sem þarf til að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Ætlunin er að leggja til tímasetningu fyrir bæði þróuð ríki og þróunarríki til að taka úr notkun núverandi olíu- og gasframleiðslu sína. Þá þurfa ríki að skuldbinda sig til þess að hætta við leyfisveitingar fyrir ný olíu- og gasvinnsluverkefni í sinni lögsögu til að vera gjaldgeng í bandalagið. Ríki gætu fengið hálfa aðild að bandalaginu með því að takmarka olíu- og gasframleiðslu, þar á meðal með því að hætta fjármögnun á henni erlendis eða með því að hætta niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Til stendur að kynna bandalagið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Dan Jørgensen, loftslags-og orkumálaráðherra Danmerkur, segir Reuters að viðræður stand yfir við mörg ríki en of snemmt sé að segja hversu mörg þeirra ætli að ganga í bandalagið. Banna frekari vinnslu í Norðursjó Dönsk stjórnvöld ákváðu að banna frekar olíu- og gasvinnslu í Norðursjó og hætta núverandi vinnslu fyrir árið 2050. Olía hefur aldrei verið unnin í Kosta Ríka en þarlend stjórnvöld ætla að leggja til frumvarp um að það verði aldrei gert. Bruni á jarðefnaeldsneyti er aðaluppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem kom út fyrr í þessum mánuði. Alþjóðaorkumálastofnunin segir að til þess að markmið Parísarsamkomulagsins um halda hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld náist megi ekki ráðast í nein ný jarðefnaeldsneytisverkefni neins staðar á jörðinni.
Loftslagsmál Danmörk Kosta Ríka Bensín og olía Tengdar fréttir Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00 „Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24 Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english June 17th is Independence Day News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Sæjum árangur róttækra aðgerða fljótt en sumt væri breytt um ókomnar aldir Árangur af því að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda yrði strax merkjanlegur í meðalhita jarðar innan tuttugu ára. Sumar loftslagsbreytingar héldu þó áfram í áratugi og jafnvel árþúsundir jafnvel þó að menn byrjuðu að fjarlægja gróðurhúsalofttegundir úr lofthjúpnum. 15. ágúst 2021 07:00
„Sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun Jafnvel þó að losun gróðurhúsalofttegunda nái toppi fyrir miðja öldina og dragist saman um helming fyrir lok hennar færi hnattræn hlýnun vel umfram mörk Parísarsamkomulagsins. Íslenskur loftslagsfræðingur segir það „sturlun“ að halda óbreyttum takti í losun. 11. ágúst 2021 10:24
Megum engan tíma missa Við verðum að stöðva hlýnun Jarðar. Það eru svo sem ekki neinar nýjar fréttir, en skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) rennir enn sterkari vísindalegum stoðum undir afleiðingar loftslagsbreytinga og alvarleika þeirra. 9. ágúst 2021 12:30