Fékk bandaríska hermenn á tal við sig áður en hann sprengdi sig í loft upp Heimir Már Pétursson skrifar 27. ágúst 2021 06:27 Enn ríkir mikil ringulreið á flugvellinum í Kabúl, þar sem þúsundir hafa freistað þess að komast úr landi. epa/Akhter Gulfam Rúmlega 90 Afganir og 13 liðsmenn Bandaríkjahers féllu í tveimur sprengjuárásum við flugvöllinn í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærkvöldi. Á annað hundrað manns særðust í sprengingunum. Fyrsti sprengdi maður sig upp í mannmergð utan við svo kallað Abbey-hlið að flugvellinum og skömmu síðar sprengdi annar sig upp við hótel sem setulið Atlantshafsbandalagsins notar til að meta fólk áður en það fær að fara inn á flugvöllinn og yfirgefa landið. Joe Biden forseti Bandaríkjanna var harðorður í yfirlýsingum eftir árásina og sagði að þeir sem væru ábyrgir yrðu eltir uppi og fengju að gjalda fyrir morðin. Áður en sprengjurnar tvær sprungu skutu árásarmenn að fjöldanum til að stugga við honum. Vitni segja fyrri sprengjumanninn ekki hafa sprengt sig í loft upp fyrr en hann hafði vakið athygli bandarískra hermanna á sér og þeir gengið upp að honum. Hryðjuverkasamtök sem kenna sig við samtökin Íslamska ríkið og kalla sig ISIS-K eru talin bera ábyrgð á árásunum. Talsmenn Bandaríkjahers sögðu í gærkvöldi að undanfarna daga hefðu leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og Talibanar skipst á upplýsingum og því hafi verið varað við árás sem þessari fyrir nokkrum dögum. Nú er búið að flytja rúmlega hundrað þúsund manns frá Kabúl og skipulögðum flutningum undir vernd NATO hersveita, sem helst eru skipaðar Bandaríkjamönnum, fer að ljúka. Allur herafli Bandaríkjamanna á að vera farinn hinn 31. ágúst en sagt er að það taki um þrjá daga að flytja heraflann á brott. Afganistan Hernaður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Fyrsti sprengdi maður sig upp í mannmergð utan við svo kallað Abbey-hlið að flugvellinum og skömmu síðar sprengdi annar sig upp við hótel sem setulið Atlantshafsbandalagsins notar til að meta fólk áður en það fær að fara inn á flugvöllinn og yfirgefa landið. Joe Biden forseti Bandaríkjanna var harðorður í yfirlýsingum eftir árásina og sagði að þeir sem væru ábyrgir yrðu eltir uppi og fengju að gjalda fyrir morðin. Áður en sprengjurnar tvær sprungu skutu árásarmenn að fjöldanum til að stugga við honum. Vitni segja fyrri sprengjumanninn ekki hafa sprengt sig í loft upp fyrr en hann hafði vakið athygli bandarískra hermanna á sér og þeir gengið upp að honum. Hryðjuverkasamtök sem kenna sig við samtökin Íslamska ríkið og kalla sig ISIS-K eru talin bera ábyrgð á árásunum. Talsmenn Bandaríkjahers sögðu í gærkvöldi að undanfarna daga hefðu leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og Talibanar skipst á upplýsingum og því hafi verið varað við árás sem þessari fyrir nokkrum dögum. Nú er búið að flytja rúmlega hundrað þúsund manns frá Kabúl og skipulögðum flutningum undir vernd NATO hersveita, sem helst eru skipaðar Bandaríkjamönnum, fer að ljúka. Allur herafli Bandaríkjamanna á að vera farinn hinn 31. ágúst en sagt er að það taki um þrjá daga að flytja heraflann á brott.
Afganistan Hernaður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira