Segir mótlætið hafa styrkt Val en gaf ekkert upp um rútuferðir sumarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 10:30 Elísa Viðarsdóttir í baráttunni við Jacqueline Altschuld í leiknum þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, segir mótlætið heldur betur hafa styrkt liðið en eftir að tapa stórt á heimavelli gegn þáverandi Íslandsmeisturum Breiðabliks settu Valskonur í fluggírinn og eru verðugir Íslandsmeistarar. Elísa ræddi við Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna um sigur Valskvenna á Íslandsmótinu. Fór hún yfir afhroðið gegn Blikum, rútuferðir Vals og aldursmun sumra leikmanna í Valsliðinu. „Að sjálfsögðu, það er alltaf krafa á Hlíðarenda að vinna titla. Við vorum hundfúlar eftir árið í fyrra og vildum svo sannarlega endurheimta titilinn á Hlíðarenda, sagði Elísa aðspurð hvort þetta hefði alltaf verið markmiðið. „Pétur (Pétursson, þjálfari Vals) sagði við okkur fyrir leikinn gegn Keflavík að hann ætlaði ekki að halda neitt sérstakt partí og væri ekki búinn að plana það. Var búð að plana eitthvað partí,“ spurði Helena kímin. „Ekki að mér vitandi en við bjuggum til gott partí eftir leikinn. Við mættum ótrúlega einbeittar inn í þennan leik. Erum búnar að eiga góðar vikur í aðdraganda leiksins, áttum góða ferð út til Sviss, það þjappaði hópnum enn frekar saman eftir góðan leik gegn Blikum. Við vissum að ef við værum allar á okkar degi þá yrði það sigur í hús.“ Vendipunktur sumarsins Valskonur töpuðu 3-7 á heimavelli gegn Blikum í upphafi móts í einhverjum ótrúlegasta leik síðari ára. Elísa var spurð hvernig liðið hefði byggt sig upp eftir þann leik þar sem það hefur gengið nokkuð vel síðan og liðið orðið Íslandsmeistari nú þegar enn eru tvær umferðir eftir af mótinu. „Ef maður lætur mótlætið styrkja sig er það oftast til góðs. Við létum það – þetta afhroð á heimavelli gegn Breiðabliki - svo sannarlega telja.“ „Eins og þú segir, eftir það var aldrei aftur snúið. Við þéttum hópinn enn frekar og bjuggum til geggjaða liðsheild. Langt síðan maður hefur fundið svona sterka liðsheild. Árið 2019 vorum við kannski með betri einstaklinga en í ár finnst mér við vera með betra lið. Svona fyrst og fremst það sem skilaði okkur Íslandsmeistaratitlinum.“ Hvað gerðist í rútuferðum Vals í sumar? Pétur Pétursson var á því að rútuferðir Valsliðsins hefðu skilað titlinum en vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvernig. „Held það sé bara best að láta Pétur svara fyrir það. Held það sé ekki mitt að vera eitthvað að kjafta því hvað fór þar fram.“ „Hann er fáorður og klókur maður,“ sagði Elísa og hló er Helena benti á að Pétur gæfi aldrei neitt upp. „Það er kannski hægt að segja um þetta lið að við erum ótrúlega breidd, ótrúlegt aldursbil, ótrúlega ólíka einstaklinga. Það tekur tíma að búa til lið úr svona breidd og ólíkum mannskap. Það tók bara smá tíma og við unnum í okkur sem lið. Það svínvirkaði að lokum.“ Aldursbilið á Dóru Maríu Lárusdóttur og Kötlu Tryggvadóttur, sem eru fæddar 1985 og svo 2005, kom upp í kjölfarið. „Okkur finnst þetta náttúrulega bara brandari en það er líka bara skemmtilegt að þetta eru hálfgerðar mömmur þarna inn á milli og börn líka. Það er alveg kúnst að búa til dýnamík og góða stemningu í svona mikilli breidd,“ sagði fyrirliði Vals að lokum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Viðtal við Elísu Viðars, fyrsti hluti Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Elísa ræddi við Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna um sigur Valskvenna á Íslandsmótinu. Fór hún yfir afhroðið gegn Blikum, rútuferðir Vals og aldursmun sumra leikmanna í Valsliðinu. „Að sjálfsögðu, það er alltaf krafa á Hlíðarenda að vinna titla. Við vorum hundfúlar eftir árið í fyrra og vildum svo sannarlega endurheimta titilinn á Hlíðarenda, sagði Elísa aðspurð hvort þetta hefði alltaf verið markmiðið. „Pétur (Pétursson, þjálfari Vals) sagði við okkur fyrir leikinn gegn Keflavík að hann ætlaði ekki að halda neitt sérstakt partí og væri ekki búinn að plana það. Var búð að plana eitthvað partí,“ spurði Helena kímin. „Ekki að mér vitandi en við bjuggum til gott partí eftir leikinn. Við mættum ótrúlega einbeittar inn í þennan leik. Erum búnar að eiga góðar vikur í aðdraganda leiksins, áttum góða ferð út til Sviss, það þjappaði hópnum enn frekar saman eftir góðan leik gegn Blikum. Við vissum að ef við værum allar á okkar degi þá yrði það sigur í hús.“ Vendipunktur sumarsins Valskonur töpuðu 3-7 á heimavelli gegn Blikum í upphafi móts í einhverjum ótrúlegasta leik síðari ára. Elísa var spurð hvernig liðið hefði byggt sig upp eftir þann leik þar sem það hefur gengið nokkuð vel síðan og liðið orðið Íslandsmeistari nú þegar enn eru tvær umferðir eftir af mótinu. „Ef maður lætur mótlætið styrkja sig er það oftast til góðs. Við létum það – þetta afhroð á heimavelli gegn Breiðabliki - svo sannarlega telja.“ „Eins og þú segir, eftir það var aldrei aftur snúið. Við þéttum hópinn enn frekar og bjuggum til geggjaða liðsheild. Langt síðan maður hefur fundið svona sterka liðsheild. Árið 2019 vorum við kannski með betri einstaklinga en í ár finnst mér við vera með betra lið. Svona fyrst og fremst það sem skilaði okkur Íslandsmeistaratitlinum.“ Hvað gerðist í rútuferðum Vals í sumar? Pétur Pétursson var á því að rútuferðir Valsliðsins hefðu skilað titlinum en vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvernig. „Held það sé bara best að láta Pétur svara fyrir það. Held það sé ekki mitt að vera eitthvað að kjafta því hvað fór þar fram.“ „Hann er fáorður og klókur maður,“ sagði Elísa og hló er Helena benti á að Pétur gæfi aldrei neitt upp. „Það er kannski hægt að segja um þetta lið að við erum ótrúlega breidd, ótrúlegt aldursbil, ótrúlega ólíka einstaklinga. Það tekur tíma að búa til lið úr svona breidd og ólíkum mannskap. Það tók bara smá tíma og við unnum í okkur sem lið. Það svínvirkaði að lokum.“ Aldursbilið á Dóru Maríu Lárusdóttur og Kötlu Tryggvadóttur, sem eru fæddar 1985 og svo 2005, kom upp í kjölfarið. „Okkur finnst þetta náttúrulega bara brandari en það er líka bara skemmtilegt að þetta eru hálfgerðar mömmur þarna inn á milli og börn líka. Það er alveg kúnst að búa til dýnamík og góða stemningu í svona mikilli breidd,“ sagði fyrirliði Vals að lokum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Viðtal við Elísu Viðars, fyrsti hluti Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Uppgjör: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar fara út með bara eitt mark í forskot Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Leik lokið: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira