Lík Kyriakos Amiridis fannst illa brunnið í skotti bíls sem eldur hafði verið lagður að í úthverfi Río de Janeiro árið 2016. Hans hafði þá verið saknað.
Francoise de Souza Oliveira, brasilísk eiginkona sendiherrans, tilkynnti lögreglu hvarf hans. Hún sagði að hann hefði yfirgefið íbúð þeirra án skýringa og ekið burt í bílaleigubíl. Flak bílsins með líkinu í skottinu fannst daginn eftir.
Böndin bárust brátt fljótt að sendiherrafrúnni. Í ljós kom að hún átti í leynilegu ástarsambandi við Sergio Gomes, herlögreglumann.
Blóðslettur fundust á sófa í íbúðinni þar sem Amiridis og Oliveira höfðu dvalið. Lögreglan telur að Amiridis hafi verið myrtur þar en líkið síðan fært, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Gomes játaði að hann hefði myrt Amiridis að ósk ástkonu sinnar. Hann hlaut 22 ára fangelsisdóm fyrir morðið. Frændi Gomes var á endanum sýknaður af ákæru um aðild að morðinu en hann afplánaði ársfangelsi fyrir að hjálpa til við að fela líkið.
Amiridis var 59 ára gamall þegar hann var myrtur. Þau Oliveira áttu saman eina dóttur.