Aðspurð gat Klara ekki gefið fréttastofu upplýsingar um erindi fundarins en ætla má að ofbeldismál verði til umræðu.
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir sátu klukkustundarlangan fund með fulltrúum stjórnar KSÍ. Þeim fundi lauk um klukkan 16.
Hanna Björg segir í samtali við Vísi að fundurinn hafi verið mjög góður. Hún hafi fengið boð á fund, hún komist og þar hafi bæði verið hlustað á hana og hún hlustað.
Borghildur Sigurðardóttir varaformaður KSÍ og Ragnhildur Skúladóttir, aðalmaður í stjórn, sátu fundinn með þeim Hönnu og Steinunni.
Stjórn KSÍ hefur fundað frá klukkan tíu í morgun. Sannkallaður maraþonfundur var hjá stjórninni í gær um ofbeldismál sem stóð með hléum frá hádegi fram til kvölds.
Ekki hefur náðst í Guðna Bergsson, formann KSÍ, í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu en hann sagði í gær að yfirlýsingar væri að vænta frá stjórninni í dag.