Við eigum ekki að þurfa eina bylgju enn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 30. ágúst 2021 07:31 Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 MeToo Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar