Var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 15:00 Kári Árnason var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, Víkingur og Valur eru á toppi Pepsi Max deildar karla þegar þrjár umferðir eru eftir. Mótið hefur ekki verið jafn spennandi í háa herrans tíð. Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Í Stúkunni að loknum leikjum gærdagsins var farið yfir stöðuna í töflunni sem og tæklingu sem hefði getað leitt til þess að Kári Árnason yrði í banni í næsta leik Víkings eða jafnvel næstu leikjum. Eftir 19 umferðir er Breiðablik á toppnum með 41 stig. Þar á eftir koma Víkingar með 39 stig og svo Íslandsmeistarar Vals með 36 stig. Breiðablik á Val, FH og HK eftir. Víkingur á HK, KR og Leikni Reykjavík. Valur á Breiðablik, KA og Fylki. „Sjáum að Valsmenn eru fimm stigum á eftir Blikum, jafnvel sex stigum miðað við markatöluna sem Blikar eru að búa sér til þessa dagana. Hvað lesið þið úr þessu,“ spurði Guðmundur Benediktsson þáttastjórnandi Pepsi Max Stúkunnar er farið var yfir stöðu deildarinnar að lokinni 19. umferð. „Staða Breiðabliks eru verulega góð, það er ósköp einfalt. Markatala, frammistaða og stig. Öll vötn renna til Kópavogs, í Kópavogslæk,“ sagði Atli Viðar Björnsson. „Ekki spurning. Víkingarnir hafa samt verið ótrúlega heillandi. Ákefðin í þeirra leik, hvernig þeir spila varnarleikinn. Allt á fullu, allt á milljón, fórna sér fyrir skot. Það er skemmtilegt yfirbragð yfir Víkingunum. Held að þeir gætu komið bakdyra megin að þessu,“ bætti Margrét Lára Viðarsdóttir við. „Kári (Árnason) ætlaði að taka hann niður og Kári hefði klárlega fengið rautt spjald miðað við hvernig hann fór í þessa tæklingu. Hann var bara tilbúinn – og ég trúi ekki öðru en Kári hafi áttað sig á því þarna, kannski þegar hann var í loftinu að reyna tækla hann – að hann væri að fara í leikbann. Mögulega tveggja leikja ef hann hefði farið illa í hann aftan frá. Held hann hafi ekki alveg verið búinn að hugsa þetta út,“ sagði Guðmundur um atvikið þegar Kári ætlaði að taka Oliver Hreiðarsson niður sem var sloppinn einn í gegn. „Ég held að hann hafi hugsað þarna að með því að tryggja 2-0 sigur þá hefði hann verið að gera meira gegn en ef hann myndi missa þennan leik í vandræði og spila hinn leikinn. Hann var tilbúinn að fórna næsta leik til að reyna bjarga þessum. Svo var það náttúrulega Ingvar (Jónsson, markvörður) sem bjargaði honum á endanum og það kom ekki til þess að þetta yrði að veruleika,“ bætti Atli Viðar við. „Held að það sé mjög hættulegt sem íþróttamaður að vera kominn inn í næsta leik eða næstu viku. Það er dæmigert fyrir Víkingana, það er bara staður og stund og núna eða aldrei,“ sagði Margrét Lára að endingu. Umræðu þeirra Guðmundar, Atla Viðars og Margrétar Láru má sjá hér að neðan en allt það helsta úr leik FH og Víkings, þar á meðal tæklingu Kára, má sjá í spilaranum hér að ofan. Klippa: Um toppbaráttuna og tæklingu Kára Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Víkingur Reykjavík Breiðablik Valur Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira