Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Kristján Már Unnarsson skrifar 31. ágúst 2021 20:40 Viðar Hauksson er verkefnisstjóri Héraðsverks í Borgarfjarðarvegi. Dyrfjöll í baksýn. Arnar Halldórsson Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. Vegurinn liggur til norðurs frá Egilsstöðum um Úthérað. Þar sem slitlaginu sleppir norðan Eiða eru núna komnar vinnuvélar á vegum Héraðsverks, sem tók að sér verkið fyrir 666 milljónir króna eftir útboð Vegagerðarinnar. „Við erum tiltölulega nýbyrjaðir. Erum bara að koma okkur af stað í verkefninu,“ segir Viðar Hauksson, verkefnisstjóri Héraðsverks, en sjá mátti bílaumferðina þræða framhjá vinnuvélunum í fréttum Stöðvar 2. „Það er búið að vera mikil umferð. En hún fer minnkandi núna. Þannig að núna getum við farið á fullt.“ Vegarkaflinn er 14,7 kílómetra langur.Grafík/Ragnar Visage Vegfarendur á leið til Borgarfjarðar eystra munu eflaust njóta útsýnis til Dyrfjalla betur þegar rennislétt malbikið leysir af malarveginn. „Þetta er langþráð. Þetta er nú búið að vera leiðinlegt lengi. Þannig að þetta verður mikil bylting þegar þetta verður komið,“ segir Viðar. Áður var Héraðsverk búið að malbika yfir Vatnsskarð og um Njarðvíkurskriður á leiðinni til Borgarfjarðar. Núna bætist við síðasti kaflinn, 14,7 kílómetra langur, um Hjaltastaðaþinghá. -Þetta er líka fyrir sveitirnar hérna? „Já, já. Sveitirnar og ferðamanninn. Það er mikil ferðamannatraffík hingað niður eftir.“ Vegarkaflinn liggur um Hjaltastaðaþinghá milli bæjarins Laufáss og skólasetursins Eiða.Arnar Halldórsson Viðar segir að milli fimmtán og tuttugu starfsmenn verði í verkinu, flestir heimamenn af Héraði. „Við verðum með töluvert mikinn mannskap. Þetta er tiltölulega knappur tími á þessu verkefni. Boðið tiltölulega seint út. Það þarf að halda vel áfram til að ná þessu.“ Nokkur holt verða sprengd niður en annars verður lítil breyting á veglínu. „Hann fylgir nánast alveg gamla veginum. Þannig að þetta er svona uppbygging á honum, breikkun. Hæðarlínan löguð.“ Við Kjarvalshvamm verður veglínu haldið en búið til betra bílastæði.Arnar Halldórsson Veglínu verður einnig haldið um Kjarvalshvamm þar sem ferðmenn hafa mátt skoða sumarhús og bátaskýli listmálarans Jóhannesar Kjarvals í þjóðvegaryki. „Það hverfur allt ryk vonandi þegar þetta verður búið. Og á að búa til þarna gott bílastæði og annað. Aðgengi verður betra,“ segir verkefnisstjórinn. Verklok eru áætluð eftir rúmt ár, 30. september á næsta ári. Þá verður bara eftir að tengja þrjá þéttbýlisstaði á Íslandi við þjóðvegakerfið með bundnu slitlagi, staðina á sunnanverðum Vestfjörðum; Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Múlaþing Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira
Vegurinn liggur til norðurs frá Egilsstöðum um Úthérað. Þar sem slitlaginu sleppir norðan Eiða eru núna komnar vinnuvélar á vegum Héraðsverks, sem tók að sér verkið fyrir 666 milljónir króna eftir útboð Vegagerðarinnar. „Við erum tiltölulega nýbyrjaðir. Erum bara að koma okkur af stað í verkefninu,“ segir Viðar Hauksson, verkefnisstjóri Héraðsverks, en sjá mátti bílaumferðina þræða framhjá vinnuvélunum í fréttum Stöðvar 2. „Það er búið að vera mikil umferð. En hún fer minnkandi núna. Þannig að núna getum við farið á fullt.“ Vegarkaflinn er 14,7 kílómetra langur.Grafík/Ragnar Visage Vegfarendur á leið til Borgarfjarðar eystra munu eflaust njóta útsýnis til Dyrfjalla betur þegar rennislétt malbikið leysir af malarveginn. „Þetta er langþráð. Þetta er nú búið að vera leiðinlegt lengi. Þannig að þetta verður mikil bylting þegar þetta verður komið,“ segir Viðar. Áður var Héraðsverk búið að malbika yfir Vatnsskarð og um Njarðvíkurskriður á leiðinni til Borgarfjarðar. Núna bætist við síðasti kaflinn, 14,7 kílómetra langur, um Hjaltastaðaþinghá. -Þetta er líka fyrir sveitirnar hérna? „Já, já. Sveitirnar og ferðamanninn. Það er mikil ferðamannatraffík hingað niður eftir.“ Vegarkaflinn liggur um Hjaltastaðaþinghá milli bæjarins Laufáss og skólasetursins Eiða.Arnar Halldórsson Viðar segir að milli fimmtán og tuttugu starfsmenn verði í verkinu, flestir heimamenn af Héraði. „Við verðum með töluvert mikinn mannskap. Þetta er tiltölulega knappur tími á þessu verkefni. Boðið tiltölulega seint út. Það þarf að halda vel áfram til að ná þessu.“ Nokkur holt verða sprengd niður en annars verður lítil breyting á veglínu. „Hann fylgir nánast alveg gamla veginum. Þannig að þetta er svona uppbygging á honum, breikkun. Hæðarlínan löguð.“ Við Kjarvalshvamm verður veglínu haldið en búið til betra bílastæði.Arnar Halldórsson Veglínu verður einnig haldið um Kjarvalshvamm þar sem ferðmenn hafa mátt skoða sumarhús og bátaskýli listmálarans Jóhannesar Kjarvals í þjóðvegaryki. „Það hverfur allt ryk vonandi þegar þetta verður búið. Og á að búa til þarna gott bílastæði og annað. Aðgengi verður betra,“ segir verkefnisstjórinn. Verklok eru áætluð eftir rúmt ár, 30. september á næsta ári. Þá verður bara eftir að tengja þrjá þéttbýlisstaði á Íslandi við þjóðvegakerfið með bundnu slitlagi, staðina á sunnanverðum Vestfjörðum; Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Múlaþing Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15 Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Aka börnunum 140 kílómetra til að þau komist á íþróttaæfingu Okkur er til efs að nokkur börn á Íslandi sæki íþróttaæfingar jafn langa vegalengd og þau á Borgarfirði eystri. 5. febrúar 2020 22:15
Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. 13. janúar 2020 15:17