Óska eftir svigrúmi fyrir knattspyrnuhreyfinguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2021 23:38 Stjórn KSÍ sagði af sér í gær, degi eftir að formaðurinn Guðni Bergsson sagði af sér. KSÍ/ksi.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íslenskur toppfótbolti og Knattspyrnusamband Íslands óskar eftir því að knattspyrnuhreyfingin á Íslandi fái svigrúm til þess að framfylgja aðgerðaráætlun sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá samböndunum þremur. Þar segir að öll spjót hafi beinst að knattspyrnuhreyfingunni síðustu daga. Þar er vísað til þess að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði af sér á sunnudag eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ eins og hún leggur sig sagði síðan af sér í gærkvöldi, eftir fyrri yfirlýsingar um að hún hygðist sitja áfram eftir afsögn Guðna. Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar hafi beðið hnekki „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og félög innan Íslensks toppfótbolta (ÍTF) styðja KSÍ heilshugar við framkvæmd þeirrar aðgerðaráætlunar sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Boðunarfrestur aukaþings er einn mánuður og gera má ráð fyrir því að til þingsins verði boðað á allra næstu dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að ÍSÍ og KSÍ hafi skipað faghóp sem vinni að gerð og endurskoðun verkferla, „svo tryggja megi enn betur rétt viðbrögð við tilkynningum viðkvæmra mála.“ Hópurinn vinni í samstarfi við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. Uppfærðir verkferlar verði í kjölfarið innleiddir í allar einingar ÍSÍ, svo hreyfingin í heild verði betur í stakk búin til að sinna málum af fagmennsku. „Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi hefur beðið hnekki en hreyfingin býr yfir styrk, getu, tækifærum og öflugu starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum sem í sameiningu geta bætt úr og mætt þeim áskorunum sem fram hafa komið. ÍSÍ, KSÍ og ÍTF óska eftir því að knattspyrnuhreyfingin fái svigrúm til að framfylgja ofangreindri aðgerðaráætlun svo hægt sé bæta með sem skjótustum hætti úr málum. Fyrir liggja mörg krefjandi verkefni, meðal annars varðandi mótahald og þátttöku í alþjóðlegum mótum. ÍSÍ og félög innan ÍTF styðja KSÍ til þeirra verka, samhliða framkvæmd ofangreindra úrbótaaðgerða,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. ÍSÍ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá samböndunum þremur. Þar segir að öll spjót hafi beinst að knattspyrnuhreyfingunni síðustu daga. Þar er vísað til þess að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði af sér á sunnudag eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá því að hún hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu leikmanns karlalandsliðsins í knattspyrnu haustið 2017. Leikmaðurinn, sem reyndist vera Kolbeinn Sigþórsson, hafi gengist við ofbeldinu og greitt henni miskabætur. Guðni hafi vitað af málinu en sagði í Kastljósi í síðustu viku að ekkert kynferðisofbeldismál hafi komið inn á borð stjórnar KSÍ. Stjórn KSÍ eins og hún leggur sig sagði síðan af sér í gærkvöldi, eftir fyrri yfirlýsingar um að hún hygðist sitja áfram eftir afsögn Guðna. Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar hafi beðið hnekki „Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og félög innan Íslensks toppfótbolta (ÍTF) styðja KSÍ heilshugar við framkvæmd þeirrar aðgerðaráætlunar sem samþykkt var á fundi stjórnar KSÍ í gær. Boðunarfrestur aukaþings er einn mánuður og gera má ráð fyrir því að til þingsins verði boðað á allra næstu dögum,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur fram að ÍSÍ og KSÍ hafi skipað faghóp sem vinni að gerð og endurskoðun verkferla, „svo tryggja megi enn betur rétt viðbrögð við tilkynningum viðkvæmra mála.“ Hópurinn vinni í samstarfi við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála. Uppfærðir verkferlar verði í kjölfarið innleiddir í allar einingar ÍSÍ, svo hreyfingin í heild verði betur í stakk búin til að sinna málum af fagmennsku. „Orðspor knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi hefur beðið hnekki en hreyfingin býr yfir styrk, getu, tækifærum og öflugu starfsfólki, iðkendum og sjálfboðaliðum sem í sameiningu geta bætt úr og mætt þeim áskorunum sem fram hafa komið. ÍSÍ, KSÍ og ÍTF óska eftir því að knattspyrnuhreyfingin fái svigrúm til að framfylgja ofangreindri aðgerðaráætlun svo hægt sé bæta með sem skjótustum hætti úr málum. Fyrir liggja mörg krefjandi verkefni, meðal annars varðandi mótahald og þátttöku í alþjóðlegum mótum. ÍSÍ og félög innan ÍTF styðja KSÍ til þeirra verka, samhliða framkvæmd ofangreindra úrbótaaðgerða,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni.
ÍSÍ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11 Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sjá meira
Stjórn KSÍ skoðar að fá sér talsmann vegna mála síðustu daga Stjórn Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) er með það til skoðunar að ráða inn utanaðkomandi aðila til að vera „talsmaður stjórnar“ í þeim málum sem hafa dunið á henni síðustu daga. 31. ágúst 2021 21:11
Óttast að FIFA taki yfir stjórn KSÍ ef Klara stígur til hliðar Meðlimir stjórnar Knattspyrnusambands Íslands, sem sagði af sér í gær og boðaði til aukaþings þar sem ný stjórn verður kjörin, hefur varist allra frétta af framgangi mála innan sambandsins í dag. Stjórnin óttast að FIFA taki yfir stjórn sambandsins, verði framkvæmdastjóranum vikið úr starfi. 31. ágúst 2021 19:11