Við styðjum aukna samkeppni á raforkumarkaði Tinna Traustadóttir og Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifa 1. september 2021 10:01 Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Samkeppnismál Tinna Traustadóttir Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl á raforkumarkaði hér á landi á undanförnum árum og samkeppnin þar með aukist hröðum skrefum. Heimili og fyrirtæki hafa notið góðs af lækkandi raforkuverði, sem fylgt hefur þessari jákvæðu þróun. Íslenska raforkumarkaðnum má í grófum dráttum skipta upp í alþjóðlegan og innlendan markað. Alþjóðlegi markaðurinn er stórnotendamarkaður, þar sem íslensku orkufyrirtækin keppa við önnur orkufyrirtæki í heiminum um viðskipti stórnotenda, eins og til dæmis gagnavera og álvera. Ekki er nokkur vafi um að samkeppni á þessum markaði er hörð og hefur harðnað undanfarin ár, samfara lækkandi kostnaði við raforkuvinnslu með endurnýjanlegum orkugjöfum. Íslenskir aðilar eiga svo viðskipti sín á milli á innlendum markaði, sem má skipta upp í mismunandi undirmarkaði. Stærstur hluti viðskipta á innlendum samkeppnismarkaði er á svokölluðum almennum markaði, þar sem viðskipti eiga sér stað með raforku fyrir heimili, þjónustustarfsemi, framleiðslu o.fl. Dæmi um annan innlendan markað er markaður með kerfisþjónustu, en þar afla flutnings- og dreififyrirtæki sér þeirrar orku og þjónustu sem þau þurfa til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Átta selja á almennan markað Í dag bjóða átta sölufyrirtæki raforku til almennra notenda, en þetta eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða, Íslensk orkumiðlun, Orka heimilanna og Straumlind. Helmingur þessara fyrirtækja er í einkaeigu og voru þrjú þeirra stofnuð á síðustu fjórum árum. Líklegt er að þessi þróun haldi áfram og fleiri sjái tækifæri í því að hefja viðskipti með raforku. Mikið hefur breyst á örfáum árum frá því að einungis voru sex sölufyrirtæki starfandi hérlendis, öll í eigu opinberra aðila. Fjölgun sölufyrirtækja hefur aukið samkeppni á markaðnum. Algengt er að stærri kaupendur á almennum markaði bjóði út raforkukaup sín til að fá sem hagstæðast verð. Með fjölgun raforkusala og möguleikanum á hagstæðari innkaupum hjá notendum hefur slíkum útboðum farið fjölgandi. Sem dæmi má nefna að í reglulegum útboðum Landsnets vegna flutningstapa hefur bjóðendum fjölgað og boðið magn aukist. Algengt er að boðið sé í tvö- til þrefalt það magn sem Landsnet óskar eftir. Áður en fyrirtækjum fjölgaði bárust tilboð í minna magn og komu tilvik þar sem ekki bárust tilboð í allt magnið sem boðið var út. Lækkun verðs Fjölgun fyrirtækja á markaði og hagræði við útboð hafa stuðlað að aukinni samkeppni á raforkumarkaði, sem aftur hefur skilað sér í lægra verði til notenda. Lægsta raforkuverð sem staðið hefur heimilum til boða hefur lækkað um nærri 20% á föstu verðlagi frá árslokum 2018 til 2021. Dæmi eru um að niðurstaða útboða á undanförnum misserum hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum hafi skilað lækkun áþekkri þeirri sem heimilum hefur staðið til boða. Verð á flutningstöpum til Landsnets hefur einnig lækkað umtalsvert á tímabilinu, en verð hefur að jafnaði verið lægra á þeim markaði en almennum markaði til fyrirtækja og heimila. Lægri flutningskostnaður skilar sér svo í lægri kostnaði fyrir notendur raforku í landinu. Samkeppnin hefur því harðnað til muna á síðustu árum með tilkomu nýrra fyrirtækja og raforkuverð lækkað óháð því til hvaða innlenda raforkumarkaðar er litið. Þó ber að nefna að um þriðjungur heildarreiknings heimila fyrir raforku er raforkuverðið sjálft og tveir þriðju opinber gjöld eða greiðsla til sérleyfishafa vegna flutnings og dreifingar. Verð á þeim hluta reikningsins þar sem samkeppni ríkir ekki hefur staðið í stað eða hækkað undanfarin ár. Höldum áfram á sömu braut Undanfarin ár hefur Landsvirkjun gert breytingar á vöruframboði og fyrirkomulagi viðskipta til að auðvelda aðgengi nýrra aðila að markaðnum. Rafrænn þáttur viðskiptanna hefur verið aukinn, sem og sveigjanleiki í tímasetningu viðskipta. Breytingarnar eru í samræmi við orkustefnu stjórnvalda um að orkumarkaðir skuli vera opnir, með aukinni virkni og samkeppni. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til að bæta viðskiptaumhverfi, viðskiptavinum okkar og almenningi í landinu til góða. Við munum halda áfram á þeirri braut. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun og Jónas Hlynur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun