Byggðasamlög og svarthol upplýsinganna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. september 2021 11:30 Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Garðabær Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun