Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2021 08:51 Inger Støjberg rak harða stefnu í innflytjendamálum frá 2015 til 2019. Hún er talin hafa brotið lög með tilmælum um að stía í sundur ungum pörum sem leituðu hælis í Danmörku. Vísir/EPA Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman. Rúmur meirihluti þingmanna samþykkti að ákæra Støjberg fyrir brot í embætti eftir að tveir óháðir lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til þess fyrr á þessu ári. Félagar hennar í þingflokki Venstre samþykktu ákæruna. Sagði hún af sér sem varaformaður og sagði skilið við flokkinn í kjölfarið. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016. Sum þeirra voru með börn. Rannsóknarnefnd danska þingsins komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að starfslið Støjberg hefði varað hana við því að tilmæli hennar væru ólögleg. Hún var talin hafa hunsað lög og brotið mannréttindi fólksins. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Støjberg rak harða stefnu í innflytjendamálum þegar hún var ráðherra frá 2015 til 2019. Kom hún í gegn fleiri en hundrað nýjum takmörkunum á komu flóttafólks og innflytjenda til Danmerkur og fagnaði hún meðal annars því með köku þegar hún var hálfnuð að því marki. Undir forystu hennar keyptu dönsk stjórnvöld auglýsingar í líbönsku dagblaði til að letja flóttamenn til að sækjast eftir hæli í Danmörku og reglur um sameiningu fjölskyldna voru hertar. Þá lét hún leggja hald á verðmæti hælisleitenda og senda erlenda glæpamenn á óbyggða eyju í Eystrasalti. Verði Støjberg fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér sekt eða jafnvel fangelsisdóm. Ríkisréttur hefur sex sinnum komið saman í sögu Danmerkur. Hann hefur yfirleitt sýknað fólk en þó var Erik Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Sri Lanka gætu flutt fjölskyldur sínar til sín árið 1995. Danmörk Innflytjendamál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Rúmur meirihluti þingmanna samþykkti að ákæra Støjberg fyrir brot í embætti eftir að tveir óháðir lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til þess fyrr á þessu ári. Félagar hennar í þingflokki Venstre samþykktu ákæruna. Sagði hún af sér sem varaformaður og sagði skilið við flokkinn í kjölfarið. Støjberg var talin hafa gefið út ólögmæt fyrirmæli um að láta aðskilja gifta hælisleitendur sem væru yngri en átján ára við komuna til Danmerkur. Tuttugu og þrjú pör voru aðskilin að skipan ráðherrans árið 2016. Sum þeirra voru með börn. Rannsóknarnefnd danska þingsins komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að starfslið Støjberg hefði varað hana við því að tilmæli hennar væru ólögleg. Hún var talin hafa hunsað lög og brotið mannréttindi fólksins. Sjálf hélt hún því fram að með tilmælunum reyndi hún að verja stúlkur og berjast gegn því að stúlkur undir lögaldri væru giftar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Støjberg rak harða stefnu í innflytjendamálum þegar hún var ráðherra frá 2015 til 2019. Kom hún í gegn fleiri en hundrað nýjum takmörkunum á komu flóttafólks og innflytjenda til Danmerkur og fagnaði hún meðal annars því með köku þegar hún var hálfnuð að því marki. Undir forystu hennar keyptu dönsk stjórnvöld auglýsingar í líbönsku dagblaði til að letja flóttamenn til að sækjast eftir hæli í Danmörku og reglur um sameiningu fjölskyldna voru hertar. Þá lét hún leggja hald á verðmæti hælisleitenda og senda erlenda glæpamenn á óbyggða eyju í Eystrasalti. Verði Støjberg fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér sekt eða jafnvel fangelsisdóm. Ríkisréttur hefur sex sinnum komið saman í sögu Danmerkur. Hann hefur yfirleitt sýknað fólk en þó var Erik Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Sri Lanka gætu flutt fjölskyldur sínar til sín árið 1995.
Danmörk Innflytjendamál Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira