Lögmaður Kolbeins spyr: Á hann skilið að missa æruna og lífsviðurværið? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. september 2021 11:49 „Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga?“ Kolbeinn Sigþórsson stendur frammi fyrir því að missa lífsviðurværi sitt og vera útskúfaður úr samfélaginu vegna atviks sem átti sér stað fyrir fjórum árum og hann hefur gert upp og beðist afsökunar á. Þetta segir Hörður Felix Halldórsson, lögmaður Kolbeins, í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú fyrir stundu. Hörður harðneitar að hafa beðið þolendurna í málinu að undirrita þagnarskyldusamning gegn greiðslu og segir Kolbein muna atvik öðruvísi en þær. Í grein sinni rekur Hörður hvernig stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein úr landsliðshópnum eftir að upp komst að hann hefði greitt konum bætur fyrir atvik sem áttu sér stað á skemmtistað fyrir fjórum árum, án samráðs við þjálfara. Umræðan hér heima hefði þó ekki aðeins haft áhrif innanlands, heldur sé víða erlendis fjallað um að Kolbeinn hafi verið ásakaður um „alvarleg ofbeldis- eða kynferðisbrot“, og að kallað hafi verið eftir því að atvinnurekandi Kolbeins, IFK Gautaborg, rifti samningnum við hann. Þá hefði Hörður sjálfur verið sakaður um að boða konurnar á fund til að skrifa undir þagnarskyldusamning en það sé allsendis ósatt. „Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma?“ Hörður segir rétt að tvær konur hefðu lagt fram kæru til lögreglu vegna „ætlaðrar“ háttsemi Kolbeins á skemmtistað. Knattspyrnumaðurinn hefði tekið kæruna alvarlega og leitað aðstoðar Harðar. „Minni hans og upplifun af atvikum þetta kvöld var talsvert önnur en kvennanna tveggja. Hann sýndi hins vegar ábyrgð og átti fund með konunum þar sem þær lýstu sinni upplifun. Hann sýndi því skilning og baðst innilegrar afsökunar á sínum þætti í málinu. Þá varð hann við öllum kröfum kvennanna um greiðslur og málinu var lokað í sátt og samlyndi,“ segir Hörður. Lögregla hafi fellt málin niður í kjölfarið. Nú standi Kolbeinn hins vegar frammi fyrir því að vera útskúfaður. „Stjórn KSÍ hefur gripið til þeirrar fordæmalausu ákvörðunar að taka fram fyrir hendur þjálfara liðsins og banna þeim að velja Kolbein til landsliðsverkefna. Á sama tíma er Kolbeinn í sínu besta formi, eftir margra ára erfið meiðsli, og var kominn hingað til lands til að leggja sitt af mörkum. Ákvörðunin hefur sem fyrr segir vakið athygli víða um heim og Kolbeinn, sem er atvinnumaður í knattspyrnu, stendur frammi fyrir því að missa hugsanlega lífsviðurværi sitt,“ segir Hörður. „Er þetta raunverulega það þjóðfélag sem við viljum lifa í?“ spyr hann. „Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga? Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma eða er það einfaldlega svo að ferill knattspyrnumanna sé á enda við hvers kyns hugsanlegar misfellur eða ásakanir? Það er mat undirritaðs að þessi ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið einstaklega misráðin en eflaust hefur sú geðshræring sem einkennt hefur alla umræðu í þjóðfélaginu undanfarna daga haft þar mikil áhrif.“ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 „Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25 Harðkjarna stuðningmenn Gautaborgar krefjast þess að félagið losi sig við Kolbein Hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, Ultras, krefjast þess að félagið rifti samningi sínum við Kolbein Sigþórsson. 2. september 2021 11:19 Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Þetta segir Hörður Felix Halldórsson, lögmaður Kolbeins, í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú fyrir stundu. Hörður harðneitar að hafa beðið þolendurna í málinu að undirrita þagnarskyldusamning gegn greiðslu og segir Kolbein muna atvik öðruvísi en þær. Í grein sinni rekur Hörður hvernig stjórn KSÍ ákvað að taka Kolbein úr landsliðshópnum eftir að upp komst að hann hefði greitt konum bætur fyrir atvik sem áttu sér stað á skemmtistað fyrir fjórum árum, án samráðs við þjálfara. Umræðan hér heima hefði þó ekki aðeins haft áhrif innanlands, heldur sé víða erlendis fjallað um að Kolbeinn hafi verið ásakaður um „alvarleg ofbeldis- eða kynferðisbrot“, og að kallað hafi verið eftir því að atvinnurekandi Kolbeins, IFK Gautaborg, rifti samningnum við hann. Þá hefði Hörður sjálfur verið sakaður um að boða konurnar á fund til að skrifa undir þagnarskyldusamning en það sé allsendis ósatt. „Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma?“ Hörður segir rétt að tvær konur hefðu lagt fram kæru til lögreglu vegna „ætlaðrar“ háttsemi Kolbeins á skemmtistað. Knattspyrnumaðurinn hefði tekið kæruna alvarlega og leitað aðstoðar Harðar. „Minni hans og upplifun af atvikum þetta kvöld var talsvert önnur en kvennanna tveggja. Hann sýndi hins vegar ábyrgð og átti fund með konunum þar sem þær lýstu sinni upplifun. Hann sýndi því skilning og baðst innilegrar afsökunar á sínum þætti í málinu. Þá varð hann við öllum kröfum kvennanna um greiðslur og málinu var lokað í sátt og samlyndi,“ segir Hörður. Lögregla hafi fellt málin niður í kjölfarið. Nú standi Kolbeinn hins vegar frammi fyrir því að vera útskúfaður. „Stjórn KSÍ hefur gripið til þeirrar fordæmalausu ákvörðunar að taka fram fyrir hendur þjálfara liðsins og banna þeim að velja Kolbein til landsliðsverkefna. Á sama tíma er Kolbeinn í sínu besta formi, eftir margra ára erfið meiðsli, og var kominn hingað til lands til að leggja sitt af mörkum. Ákvörðunin hefur sem fyrr segir vakið athygli víða um heim og Kolbeinn, sem er atvinnumaður í knattspyrnu, stendur frammi fyrir því að missa hugsanlega lífsviðurværi sitt,“ segir Hörður. „Er þetta raunverulega það þjóðfélag sem við viljum lifa í?“ spyr hann. „Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga? Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma eða er það einfaldlega svo að ferill knattspyrnumanna sé á enda við hvers kyns hugsanlegar misfellur eða ásakanir? Það er mat undirritaðs að þessi ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið einstaklega misráðin en eflaust hefur sú geðshræring sem einkennt hefur alla umræðu í þjóðfélaginu undanfarna daga haft þar mikil áhrif.“
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43 „Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25 Harðkjarna stuðningmenn Gautaborgar krefjast þess að félagið losi sig við Kolbein Hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, Ultras, krefjast þess að félagið rifti samningi sínum við Kolbein Sigþórsson. 2. september 2021 11:19 Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. 2. september 2021 08:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Stígur fram eftir yfirlýsingu Kolbeins: „Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“ Önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið. 2. september 2021 18:43
„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25
Harðkjarna stuðningmenn Gautaborgar krefjast þess að félagið losi sig við Kolbein Hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, Ultras, krefjast þess að félagið rifti samningi sínum við Kolbein Sigþórsson. 2. september 2021 11:19
Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin. 2. september 2021 08:00