Fjölskyldur í forgang? Eyþór Arnalds skrifar 3. september 2021 17:01 Í gær ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að skerða opnunartíma leikskólanna í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður opnunartíminn aðeins til 16:30, en ekki 17:00. Þessi hagræðingaaðgerð mun bitna á fjölda fjölskyldna. Breytingin minnkar möguleika fólks í vinnu, skerðir sveigjanleika fólks til viðverutíma og bitnar ekki síst á konum eins og staðfest var í jafnréttismati sem gert var í tengslum við skerðinguna. Hátt í þúsund börn fá ekki lengur inni eftir 16:30. Í dag eru 45 leikskólar þar sem börn eru lengur en til 16:30. Biðlistar í borginni Þrátt fyrir fögur fyrirheit um leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri eru enn miklir biðlistar í borginni eftir plássi. Biðlistarnir eru lengri en hjá nágrannasveitarfélögum. Mörg dæmi eru um að börn fái pláss, en ekki í sínu hverfi. Þá þarf að skutla. Kosningaloforð Samfylkingarinnar um þetta atriði hefur því ekki verið efnt. „Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir“ hefur holan hljóm í kosningabaráttunni þegar horft er á efndirnar í Reykjavík. Þegar meirihlutinn lagði síðan til skerðingu á opnunartímanum í borgarráði greiddum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að sjálfsögðu atkvæði gegn þeirri ákvörðun. Málið fer því til borgarstjórnar á þriðjudaginn. Útgjöld vaxa á öllum sviðum hjá Reykjavíkurborg. Ekkert er sparað í yfirstjórn eða í gæluverkefnum. Forgangsröðunin er skýr. Leikskólarnir eru skertir. Opnunartíminn minnkaður. Fjölskyldur eru ekki settar í forgang. Svo mikið er víst. Það er þá komið í dagsljósið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Laxdal Arnalds Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í gær ákvað meirihlutinn í borgarstjórn að skerða opnunartíma leikskólanna í Reykjavík. Frá og með næstu áramótum verður opnunartíminn aðeins til 16:30, en ekki 17:00. Þessi hagræðingaaðgerð mun bitna á fjölda fjölskyldna. Breytingin minnkar möguleika fólks í vinnu, skerðir sveigjanleika fólks til viðverutíma og bitnar ekki síst á konum eins og staðfest var í jafnréttismati sem gert var í tengslum við skerðinguna. Hátt í þúsund börn fá ekki lengur inni eftir 16:30. Í dag eru 45 leikskólar þar sem börn eru lengur en til 16:30. Biðlistar í borginni Þrátt fyrir fögur fyrirheit um leikskólapláss fyrir öll börn 12 mánaða og eldri eru enn miklir biðlistar í borginni eftir plássi. Biðlistarnir eru lengri en hjá nágrannasveitarfélögum. Mörg dæmi eru um að börn fái pláss, en ekki í sínu hverfi. Þá þarf að skutla. Kosningaloforð Samfylkingarinnar um þetta atriði hefur því ekki verið efnt. „Betra líf fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir“ hefur holan hljóm í kosningabaráttunni þegar horft er á efndirnar í Reykjavík. Þegar meirihlutinn lagði síðan til skerðingu á opnunartímanum í borgarráði greiddum við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að sjálfsögðu atkvæði gegn þeirri ákvörðun. Málið fer því til borgarstjórnar á þriðjudaginn. Útgjöld vaxa á öllum sviðum hjá Reykjavíkurborg. Ekkert er sparað í yfirstjórn eða í gæluverkefnum. Forgangsröðunin er skýr. Leikskólarnir eru skertir. Opnunartíminn minnkaður. Fjölskyldur eru ekki settar í forgang. Svo mikið er víst. Það er þá komið í dagsljósið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun