Skyndilega fáklædd fyrir utan Glæsibæ Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 19:46 Fólk náði eðlilega ekki að klæða sig áður en það varð að yfirgefa húsnæði Hreyfingar í morgun. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Hreyfingar og slökkvilið sýndu mikið snarræði þegar eldur kom upp í kjallara líkamsræktarstöðvarinnar í stórhýsinu Glæsibæ í morgun. Hundruð manna voru inni í Hreyfingu og mikill fjöldi fólks á hæðum læknamiðstöðvarinnar þar fyrir ofan. Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar. Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Mikinn reyk lagði inn í líkamsræktarstöðina Hreyfingu þegar eldur kom upp í þvottavél eða þurrkara í kjallara húsins en þá var fjöldi manns á fyrstu og annarri hæð stöðvarinnar en á hæðunum fyrir ofan er læknamiðstöð. Sigríður Marta Ingvarsdóttir og samstarfsfólk hennar brást skótt við eftir að brunvarnakerfi fór í gang. „Það eina sem við sjáum var reykur. Ég var í pásu á þessum tíma og það kemur fólk að mér og segir; komdu öllum út,“ sagði Sigríður Marta á vettvangi. Ásdís Kjartansdóttir samstarfskona hennar sagði mikinn reyk hafa verið á fyrstu hæð og í kjallara. „Þetta var ótrúlega mikið. Ég hélt það myndi líða yfir mig. Ég ætlaði að fara að hlaupa niður í karlaklefann en ég þurfti bara að snúa við því ég vissi ekki hvort ég kæmist aftur út,” segir Ásdís. Fumlaus viðbröð þessarra ungu kvenna og annarra starfsmanna komu þannig á bilinu þrjú til fjögur hundruð gestum Hreyfingar út á örfáuum mínútum. Slökkvilið bar fljótt að og réðst strax að upptökum eldsins og hóf að reykræsta húsið. Þá þurfti að ganga úr skugga um öryggi fólks á öðrum hæðum og dæla út töluverðu vatni eftir úðakerfi hússins. Margir gestanna stóðu skyndilega fáklæddir utandyra. Allir héldu þó ró sinni eins og Bjarni Elvarsson. „Ég lá í djúpslökunarnuddi á nuddbekknum þegar allir voru ræstir út með brunaboða. Töluverður reykur hafði safnast saman hér á neðri hæðinni.“ En virkaði djúpslökunin, varstu alveg slakur þótt brunakerfið færi í gang? „Já, já það var allt í rólegheitum,“ sagði Bjarni. Kristín Guðbjörnsdóttir sem var í miðjum leikfimiæfingum ásamt nokkrum tugum kvenna á jarðhæðinni hélt fyrst að um æfingu væri að ræða en varð síðan ljóst að alvara var á ferðum. Þú ert auðvitað bara í leikfimigallanum hér fyrir utan, færðu að fara og skipta um föt? „Já ég held við megum ná í dótið okkar núna. Bíllykillinn, síminn og allt er niðri. Þannig að það er bara að koma sér heim,“ sagði Kristín og hélt ásamt öðrum fáklæddum inn í húsið til að ná í föggur sínar. Sverrir Björn Björnsson varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðstæður á vettvangi hafa verið snúnar. Þetta er auðvitað stórt hús og ekki gott ef eldur fær að loga lengi þótt hann sé lítill í upphafi? „Þetta er náttúrlega líkamsræktarstöð með fullt af fólki. Svo eru læknastofur hér á efri hæðunum. Þannig að þetta er krítískt hús,“ sagði Sverrir Björn. Til að mynda hefðu nokkrir sjúklingar verið undir svæfingu í læknamiðstöðinni á efri hæðunum en það hefði verið metið öruggt að hreyfa ekki við fólki þar.
Slökkvilið Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Flúðu út á sloppum eftir að eldur kom upp í Hreyfingu Allt tiltækt slökkvilið var í morgun kallað út að húsnæði Hreyfingar í Glæsibæ eftir að tilkynning barst um eld í kjallara þess. 3. september 2021 10:01