Réttur dýra til lífs og velvildar Sigríður Gísladóttir og Brynhildur Björnsdóttir skrifa 3. september 2021 18:01 Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Dýraheilbrigði Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin. Um tíma þóttu ekki bara gagnleg dýr, heldur líka greind dýr, falleg og skemmtileg hafa meiri rétt til tilveru og virðingar en önnur. Það er nú viðurkennt að dýr hafi ákveðið gildi í sjálfu sér sem er óháð nytsemi dýrsins fyrir manneskjur. Greind dýra eða skemmtilegheit á ekki að ráða þeirri virðingu sem dýri ber að sýna heldur ber okkur að umgangast dýr af virðingu jafnvel þó þau séu meindýr eða á einhvern hátt óæskileg í huga mannfólks. Sífellt fleiri kjósa að neyta ekki dýraafurða af siðferðislegum ástæðum og dýravelferð á þar stóran hlut. Það hefur því skapast mikill þrýstingur á bændur og aðra sem lifa af framleiðslu dýraafurða til að hugsa vel um dýrin sín umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja nægar afurðir. Árið 2013 tóku gildi á Íslandi lög um dýravelferð sem voru bylting á margan hátt. Stjórnsýsla dýravelferðarmála færðist á einn stað og batnaði til muna og dýravelferð fékk mikilvægan sess og athygli og þau endurspegla siðfræði dýravelferðar á nokkuð góðan hátt. Það er þó löngu tímabært að taka lög um dýravelferð til endurskoðunar, enda voru lögin ekki fullkomin og bera of mikið með sér að um erfiðar málamiðlanir hafi verið að ræða. Öll dýr eiga rétt á mannúðlegri aflífun og sérstök reglugerð er til um vernd dýra við aflífun. Þar eru miklar kröfur gerðar til sláturhúsa og bænda um aðferðir sem eru heimilar og kröfur um að fólk hafi ákveðna staðfesta kunnáttu til að aflífa dýr. Það eru þó ekki öll dýr svo heppin að falla undir hatt þeirra reglna. Í lögum um dýravelferð er núna sérstaklega tekið fram að heimilt sé að aflífa villta minka með drekkingu, meðan það er aðferð sem er talin ómannúðleg fyrir öll önnur dýr, þar með talið aliminka, þó þeir séu af sömu tegund og hinir villtu sem má drekkja. Þetta er sennilega stærsti siðferðislegi gallinn við lögin. Drekking er einn versti dauðdagi sem hægt er að ímynda sér og rannsóknir hafa sýnt að dýr sem geta synt og kafað, líkt og minkurinn, séu jafnvel lengur í dauðastríðinu en önnur. Í stefnu Vinstri grænna bæði í neytendamálum og landbúnaðarmálum kemur skýrt fram mikilvægi þess að dýravelferð sé haldið hátt á lofti og sé hluti af þeirri sjálfbæru matvælaframleiðslu sem við viljum stunda. Réttur neytenda til að vera upplýstur um aðbúnað þeirra dýra sem framleiða matvælin og afurðirnar þarf að vera sterkur og varinn. Eins þarf að tryggja að upplýsingar komi fram um aðbúnað dýra á innfluttum dýraafurðum. Þannig gætu íslenskir bændur orðið betur samkeppnishæfir í hinni eilífu baráttu um pláss í hillum neytenda. Tryggja þarf að dýravelferðarlög eigi við um öll dýr og allar athafnir manneskjunnar sem snerta dýr og því ætti að vera forgangsverkefni að setja skýrar reglur um dýragarða og dýrahald í sýningaskyni, hvort sem um villt eða tamin dýr er að ræða. Sjálfbærnihugtakið er leiðarljós Vinstri grænna og bætt siðferði í allri nýtingu og viðhorfum til dýra er hluti af bættri sjálfbærni. Sigríður Gísladóttir er dýralæknir og skipar 3. sæti á lista VG í NorðvesturkjördæmiHöfundur borðar dýraafurðir Brynhildur Björnsdóttir er fjölmiðla- og söngkona og skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík suður Höfundur borðar ekki kjöt af dýrum með fætur
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun