Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 4. september 2021 09:30 Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun