Virkjum mannvitið, styrkjum lögregluna og aukum öryggið Danith Chan skrifar 4. september 2021 10:30 Á Íslandi telur allur mannfjöldinn í dag um 372 þúsund. Af þeim eru 297 þúsund, um 80%, fæddir á Íslandi. Um 51 þúsund, c.a. 14%, eru fæddir innan Evrópu og þar af 21 þúsund í Póllandi, þ.e. um 6%. Ekki eru allir þessir Evrópubúar íslenskir ríkisborgarar enda nýta þeir sér sín réttindi sem felast í EES samningnum um frjálsa för fólks. Um 3 þúsund þeirra sem hér á Íslandi búa koma frá Norður Ameríku, um 1 þúsund frá Suður Ameríku og um 8 þúsund frá Asíu. Frá Afríku búa hér um 2 þúsund manns og frá Eyjaálfu, þ.e. Nýja Sjálandi og Ástralíu, um 2 þúsund. Því er þorri innflytjenda á Íslandi fremur skyldir Íslendingum menningarlega séð og jafnvel trúarlega. Ísland er að þróast í alþjóðlegt fjölmenningarsamfélag þar sem allir eiga að geta iðkað sína menningu og aðlagast þeirri sem fyrir er án þess að það komi til árekstra en getur Ísland tekið endalaust við? Nei, svo er ekki. Innviðir á Íslandi og fjárhagslegur styrkur býður því miður ekki upp á slíkt. Allt tal um annað er óskhyggja. Þessi þróun mun líklega koma í bylgjum rétt eins og tíðkaðist í Bandaríkjunum á sínum tíma. Nú er þar í landi lögð ríkari áhersla á að fá innflytjendur með góða menntun og þekkingu til að efla samfélagið, styrkja iðnað, tækniþróun og efla samkeppnisstöðu landsins. Hér á landi þurfum við einnig verðmætaskapandi vinnuafl og gæta að fjölbreytni þeirra innflytjenda sem hér setjast að, m.a. sem kvótaflóttamenn. Líta verður m.a. til mannúðarsjónarmiða, sem miklu skiptir. Það verður einnig að líta til þess að jafnræði ríki á meðal flóttafólks í heiminum hvað aðgang að Íslandi varðar sem áfangastaðar til búsetu. Einnig skal litið er til þess að hér búi ekki einsleitur hópur innflytjenda sem aðlagast ekki samfélaginu eins vel og kostur er. Ég hef aðlagast en mun aldrei aðlagast 100% en hef gert mitt allra besta til þess og er ein frá mínu heimalandi búandi hér. Svo vil ég, rétt eins og Íslendingar, sem búa erlendis, halda í mín sérkenni, menningu, trú og matargerð. Móttakandinn, þ.e. Íslendingurinn, verður einnig að koma til móts við mig. Það hafa fjölmargir félagar mínir í Miðflokknum gert, nánir ættingjar og aðstandendur einnig. En alls ekki allir. Við getum ekki komið á einangruðum samfélögum á Íslandi, í hverfum eða í byggðarlögum, þar sem enginn talar lengur íslensku og einsleitni ríkir. Á sama hátt ættu Íslendingar ekki að einangra sig. Sá sem temur sér ekki íslenska tungu og iðkar ekki menningu landsins, býr til nýja þjóð í þessu landi og einangrast. Kristin gildi og djúp menning Íslendinga má ekki riðlast þar sem önnur trú verður að e.k. kæfandi afli, hvorki mín trú né annarra. Þó skal gerð sú krafa að samfélagið gefi fólki tækifæri á hágæða námi í íslensku og að lítt efnuðum sé gefinn möguleiki á slíku námi. Svo er ekki í dag. Þarna er því víða pottur brotinn og margir af erlendum uppruna í fullri vinnu til að ná endum saman. Það fólk kemst ekki í nám enda að byggja upp í byggingariðnaðnum fyrir fjármálamarkaðinn eða þrífa fyrir flesta hina sem eru í námi eða á framfæri hins opinbera, þar í störfum eða að sinna öðru. Íslendingar verða einnig í þessu sambandi að bæta úr, að opna sig og blanda geði við fólk af erlendum uppruna, gefa þeim tækifæri sem reyndar einhverjir þeirra gera en í of litlum mæli. Það kann að vera vegna feimni eða af ótta beggja aðila. Ég tel það fremur af e.k. einangrunarhyggju, þröngsýni og þekkingarleysi. Koma tímar, koma ráð. Við getum nýtt betur frábært fólk af erlendum uppruna sem býr á Íslandi og vill búa hér. Flest þetta fólk er heiðarlegt, býr yfir reynslu, mikilli menntun, víðtækri þekkingu sem og góðum vilja. En glæpir, bæði íslenskir að uppruna sem innfluttir eða unnir í e.k. samráði glæpagengja, eyðileggja alla þróun og grafa undan öllum árangri. Það er alþjóðlegt vandamál. Glæpirnir stuðla að sundrungu þjóða og hættulegri þróun en þetta er fylgifiskur þess að kalla eftir fólki til starfa erlendis frá. Þar er misjafn sauður í mörgu fé. Aðeins aukin fræðsla, bætt öryggi og forvarnir geta komið þarna að gagni. Við þurfum því að standa þétt að baki lögreglunni í landinu. Þingmenn, sem og Íslendingar almennt, eiga ekki og mega ekki grafa undan starfsemi lögreglunnar. Margir hafa gagnrýnt lögregluna harkalega. Oft er sú gagnrýni ósanngjörn samhliða því að margir leitast við að sverta störf hennar í huga almennings með einhliða ómalefnalegum málflutningi eða hatursorðræðu. Þetta er ítrekað gert gagnvart starfsstétt sem getur vart varið sig á opinberum vettvangi í opinberri orðræðu. Við þurfum að efla landamæraeftirlit og lögregluyfirvöld. Það þarf að veita harða og óbilandi mótspyrnu gegn erlendum sem og innlendum glæpagengjum sem hafa hreiðrað hér um sig. Þessi gengi nýta sér m.a. velvild og virkni flóttamanna- og velferðarkerfisins. Í kringum þetta hafa jafnvel myndast nýjar og ansi hvatvísar starfsstéttir sem keyra harða stefnu, jafnvel hatursfulla og óbilgjarna. Slíkt getur leitt til þess að brotnir séu niður innviðir ríkisins, þeir veiktir og sérstaklega viljinn til að bregðast við þegar á reynir. Ef það er að gerast, erum við á rangri og varasamri leið. Óljósar heimildir benda til að glæpahóparnir, þ.e. þeir sterkustu er hér hafa umsvif, hafa margir þroskast sérstaklega vel innan Evrópu, þ.e. bæði þar innan og utan EES svæðisins. Hefur íslenska lögreglan ekki nægar fjárheimildir og mannskap, tækni og styrk til að koma óvinum íslenska ríkisins úr landi? Það þarf að tryggja forvarnir svo þessir kónar komist aldrei til Íslands? Mætir lögreglan fjandskap? Misnotkun á okkar kerfi mun koma okkur öllum illa og skapa hér mikinn vanda verði ekki gripið snemma inn í þessa þróun. Við sem innflytjendur verðum að stuðla að því að hvetja til aukins öryggis fyrir okkur og börn okkar og standa vörð um löggæslu á Íslandi. Lögreglan er fremst í flokki til varnar heimilum og börnum. En lögreglan þarf einnig að þróast og efla mannskap sinn með betri tengslum við þá minnihlutahópa sem hér búa. Það má gera með því að hvetja fólk af erlendum uppruna að sækja nám í lögfræði, lögreglufræðum og stuðla að ráðningu fólks af erlendum uppruna í störf hjá hinu opinbera sem snúa að málaflokknum. Með því gæti aukist trúverðugleikinn á stefnuna sem rekin er. Ef við byggjum upp betra samfélag og öruggara getum við öll orðið sterkari í til lengri framtíðar. Það að grafa undan löggæslu á Íslandi og því kerfi sem við búum við, grefur undan lífsviðurværi barna okkar og barnabarna til langframa. Kæru landar mínir, takið nú vel á móti þeim góða vilja sem fjölmargir af erlendum uppruna sýna í verki. Virkjum þar mannvitið samhliða að bæta varnir gegn vá. Það hafa Bandaríkjamenn víða gert þrátt fyrir erfiða og oft bitra reynslu. Gleymum samt ekki því að sú þróun og reynsla gerði Bandaríkin af því sem þau eru í dag, þ.e. stórveldi. Höfundur er með LLM meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Ísland og MBA frá Háskólanum í Reykjavík og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir næstkomandi þingkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi telur allur mannfjöldinn í dag um 372 þúsund. Af þeim eru 297 þúsund, um 80%, fæddir á Íslandi. Um 51 þúsund, c.a. 14%, eru fæddir innan Evrópu og þar af 21 þúsund í Póllandi, þ.e. um 6%. Ekki eru allir þessir Evrópubúar íslenskir ríkisborgarar enda nýta þeir sér sín réttindi sem felast í EES samningnum um frjálsa för fólks. Um 3 þúsund þeirra sem hér á Íslandi búa koma frá Norður Ameríku, um 1 þúsund frá Suður Ameríku og um 8 þúsund frá Asíu. Frá Afríku búa hér um 2 þúsund manns og frá Eyjaálfu, þ.e. Nýja Sjálandi og Ástralíu, um 2 þúsund. Því er þorri innflytjenda á Íslandi fremur skyldir Íslendingum menningarlega séð og jafnvel trúarlega. Ísland er að þróast í alþjóðlegt fjölmenningarsamfélag þar sem allir eiga að geta iðkað sína menningu og aðlagast þeirri sem fyrir er án þess að það komi til árekstra en getur Ísland tekið endalaust við? Nei, svo er ekki. Innviðir á Íslandi og fjárhagslegur styrkur býður því miður ekki upp á slíkt. Allt tal um annað er óskhyggja. Þessi þróun mun líklega koma í bylgjum rétt eins og tíðkaðist í Bandaríkjunum á sínum tíma. Nú er þar í landi lögð ríkari áhersla á að fá innflytjendur með góða menntun og þekkingu til að efla samfélagið, styrkja iðnað, tækniþróun og efla samkeppnisstöðu landsins. Hér á landi þurfum við einnig verðmætaskapandi vinnuafl og gæta að fjölbreytni þeirra innflytjenda sem hér setjast að, m.a. sem kvótaflóttamenn. Líta verður m.a. til mannúðarsjónarmiða, sem miklu skiptir. Það verður einnig að líta til þess að jafnræði ríki á meðal flóttafólks í heiminum hvað aðgang að Íslandi varðar sem áfangastaðar til búsetu. Einnig skal litið er til þess að hér búi ekki einsleitur hópur innflytjenda sem aðlagast ekki samfélaginu eins vel og kostur er. Ég hef aðlagast en mun aldrei aðlagast 100% en hef gert mitt allra besta til þess og er ein frá mínu heimalandi búandi hér. Svo vil ég, rétt eins og Íslendingar, sem búa erlendis, halda í mín sérkenni, menningu, trú og matargerð. Móttakandinn, þ.e. Íslendingurinn, verður einnig að koma til móts við mig. Það hafa fjölmargir félagar mínir í Miðflokknum gert, nánir ættingjar og aðstandendur einnig. En alls ekki allir. Við getum ekki komið á einangruðum samfélögum á Íslandi, í hverfum eða í byggðarlögum, þar sem enginn talar lengur íslensku og einsleitni ríkir. Á sama hátt ættu Íslendingar ekki að einangra sig. Sá sem temur sér ekki íslenska tungu og iðkar ekki menningu landsins, býr til nýja þjóð í þessu landi og einangrast. Kristin gildi og djúp menning Íslendinga má ekki riðlast þar sem önnur trú verður að e.k. kæfandi afli, hvorki mín trú né annarra. Þó skal gerð sú krafa að samfélagið gefi fólki tækifæri á hágæða námi í íslensku og að lítt efnuðum sé gefinn möguleiki á slíku námi. Svo er ekki í dag. Þarna er því víða pottur brotinn og margir af erlendum uppruna í fullri vinnu til að ná endum saman. Það fólk kemst ekki í nám enda að byggja upp í byggingariðnaðnum fyrir fjármálamarkaðinn eða þrífa fyrir flesta hina sem eru í námi eða á framfæri hins opinbera, þar í störfum eða að sinna öðru. Íslendingar verða einnig í þessu sambandi að bæta úr, að opna sig og blanda geði við fólk af erlendum uppruna, gefa þeim tækifæri sem reyndar einhverjir þeirra gera en í of litlum mæli. Það kann að vera vegna feimni eða af ótta beggja aðila. Ég tel það fremur af e.k. einangrunarhyggju, þröngsýni og þekkingarleysi. Koma tímar, koma ráð. Við getum nýtt betur frábært fólk af erlendum uppruna sem býr á Íslandi og vill búa hér. Flest þetta fólk er heiðarlegt, býr yfir reynslu, mikilli menntun, víðtækri þekkingu sem og góðum vilja. En glæpir, bæði íslenskir að uppruna sem innfluttir eða unnir í e.k. samráði glæpagengja, eyðileggja alla þróun og grafa undan öllum árangri. Það er alþjóðlegt vandamál. Glæpirnir stuðla að sundrungu þjóða og hættulegri þróun en þetta er fylgifiskur þess að kalla eftir fólki til starfa erlendis frá. Þar er misjafn sauður í mörgu fé. Aðeins aukin fræðsla, bætt öryggi og forvarnir geta komið þarna að gagni. Við þurfum því að standa þétt að baki lögreglunni í landinu. Þingmenn, sem og Íslendingar almennt, eiga ekki og mega ekki grafa undan starfsemi lögreglunnar. Margir hafa gagnrýnt lögregluna harkalega. Oft er sú gagnrýni ósanngjörn samhliða því að margir leitast við að sverta störf hennar í huga almennings með einhliða ómalefnalegum málflutningi eða hatursorðræðu. Þetta er ítrekað gert gagnvart starfsstétt sem getur vart varið sig á opinberum vettvangi í opinberri orðræðu. Við þurfum að efla landamæraeftirlit og lögregluyfirvöld. Það þarf að veita harða og óbilandi mótspyrnu gegn erlendum sem og innlendum glæpagengjum sem hafa hreiðrað hér um sig. Þessi gengi nýta sér m.a. velvild og virkni flóttamanna- og velferðarkerfisins. Í kringum þetta hafa jafnvel myndast nýjar og ansi hvatvísar starfsstéttir sem keyra harða stefnu, jafnvel hatursfulla og óbilgjarna. Slíkt getur leitt til þess að brotnir séu niður innviðir ríkisins, þeir veiktir og sérstaklega viljinn til að bregðast við þegar á reynir. Ef það er að gerast, erum við á rangri og varasamri leið. Óljósar heimildir benda til að glæpahóparnir, þ.e. þeir sterkustu er hér hafa umsvif, hafa margir þroskast sérstaklega vel innan Evrópu, þ.e. bæði þar innan og utan EES svæðisins. Hefur íslenska lögreglan ekki nægar fjárheimildir og mannskap, tækni og styrk til að koma óvinum íslenska ríkisins úr landi? Það þarf að tryggja forvarnir svo þessir kónar komist aldrei til Íslands? Mætir lögreglan fjandskap? Misnotkun á okkar kerfi mun koma okkur öllum illa og skapa hér mikinn vanda verði ekki gripið snemma inn í þessa þróun. Við sem innflytjendur verðum að stuðla að því að hvetja til aukins öryggis fyrir okkur og börn okkar og standa vörð um löggæslu á Íslandi. Lögreglan er fremst í flokki til varnar heimilum og börnum. En lögreglan þarf einnig að þróast og efla mannskap sinn með betri tengslum við þá minnihlutahópa sem hér búa. Það má gera með því að hvetja fólk af erlendum uppruna að sækja nám í lögfræði, lögreglufræðum og stuðla að ráðningu fólks af erlendum uppruna í störf hjá hinu opinbera sem snúa að málaflokknum. Með því gæti aukist trúverðugleikinn á stefnuna sem rekin er. Ef við byggjum upp betra samfélag og öruggara getum við öll orðið sterkari í til lengri framtíðar. Það að grafa undan löggæslu á Íslandi og því kerfi sem við búum við, grefur undan lífsviðurværi barna okkar og barnabarna til langframa. Kæru landar mínir, takið nú vel á móti þeim góða vilja sem fjölmargir af erlendum uppruna sýna í verki. Virkjum þar mannvitið samhliða að bæta varnir gegn vá. Það hafa Bandaríkjamenn víða gert þrátt fyrir erfiða og oft bitra reynslu. Gleymum samt ekki því að sú þróun og reynsla gerði Bandaríkin af því sem þau eru í dag, þ.e. stórveldi. Höfundur er með LLM meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Ísland og MBA frá Háskólanum í Reykjavík og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir næstkomandi þingkosningar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar