Framsókn hefur brugðist framtíðinni Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 5. september 2021 18:00 Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ítrekað básúnað um ágæti sinna starfa á kjörtímabilinu en þeir eru fátt annað en frasar án innihalds. Lengt fæðingarorlof hljómar vel í orði. Þegar frumvarpið kom fram stóð til að lengja fæðingarorlofið upp í 12 mánuði, en stytta tökutíma úr 24 mánuðum niður í 18, engin frjáls skipting milli foreldra og réttur einstæðra foreldra var ekki tryggður. Lokaniðurstaðan var að tökutíminn hélt sér og frjáls skipting var gefin á þann veg að 4,5 mánuðir voru eyrnamerktir foreldri en afganginn mátti framselja milli foreldra. Vandinn við lengingu fæðingarorlofs er sá að þessi aðgerð ræðst ekki að rótum vandans og eykur en frekar bilið milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Raunin er sú að margir foreldrar hafa ekki kost á því að nýta sér þessa lengingu, vegna þess að foreldri sem lifir ekki á lágmarkslaunum, lifir alls ekki á 80% af þeim tekjum eins og reglugerð fæðingarorlofssjóðs kveður á um. Það er ef að foreldrar eru svo heppnir að fá yfirleitt greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, en námsmenn, fólk í óreglulegri vinnu og fólk í láglaunavinnu getur oft ekki nýtt sér þennan rétt vegna tregðu í regluverki fæðingarorlofssjóðs. Þessi breyting hentaði bara fólki í vel launaðri dagvinnu og hagsmunir barna voru hafðir að engu. Þetta er allt ágæti Ásmundar Einars og hans verka, að auka en frekar lífsgæðabil milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Íslenskt menntakerfi á undir högg að sækja. Í tíð Lilju Alfreðsdóttur hefur til dæmis verið tekið upp eitt leyfisbréf kennara. Sem kennaranema þykir mér það vissulega heillandi hugmynd að læra að verða grunnskólakennari en geta unnið einnig í leik- og framhaldsskóla, en á þessu eru ákveðnir vankantar. Félag framhaldsskólakennara sagði til dæmis að lögin gætu orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Það skýtur skökku við, að á sama tíma og við mælumst námslega illa í öllum alþjóðlegum samanburði eigi að grípa til aðgerða sem skerta gæði náms á Íslandi. Lilja kynnti til leiks rafræna ferilbók í byrjun árs 2018, aðgerð sem átti meðal annars að fjölga iðnmenntuðum í landinu og efla iðnnám. Rafræna ferilbókin hefur verið tekin í notkun, en hvar er efling iðnnáms? Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga benti til dæmis á þá alvarlegu stöðu að 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám og að 18 ára og eldri eigi nánast engan möguleika á að komast í iðnnám. Það dugir ekki að tala bara um mikilvægi iðnnáms, það þarf að bregðast við og koma hlutum í verk. Það er eitt í orði og annað á borði. Mismunun barna eftir efnahag foreldra, aðgerðir gegn gæðum íslensks menntakerfis og stöðnun í iðnmenntun. Þetta er framtíðin sem Framsókn býður ungu fólki og öllu fólki í landinu upp á. Það er langt síðan framsókn hætti að vera samvinnuflokkur. Það er langt síðan framsókn hætti að vinna fyrir alla í þjóðfélaginu og það er langt síðan framsókn hætti að sækja fram. Höfundur er foreldri, kennaranemi og skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skóla - og menntamál Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2021 Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrar Framsóknarflokksins hafa ítrekað básúnað um ágæti sinna starfa á kjörtímabilinu en þeir eru fátt annað en frasar án innihalds. Lengt fæðingarorlof hljómar vel í orði. Þegar frumvarpið kom fram stóð til að lengja fæðingarorlofið upp í 12 mánuði, en stytta tökutíma úr 24 mánuðum niður í 18, engin frjáls skipting milli foreldra og réttur einstæðra foreldra var ekki tryggður. Lokaniðurstaðan var að tökutíminn hélt sér og frjáls skipting var gefin á þann veg að 4,5 mánuðir voru eyrnamerktir foreldri en afganginn mátti framselja milli foreldra. Vandinn við lengingu fæðingarorlofs er sá að þessi aðgerð ræðst ekki að rótum vandans og eykur en frekar bilið milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Raunin er sú að margir foreldrar hafa ekki kost á því að nýta sér þessa lengingu, vegna þess að foreldri sem lifir ekki á lágmarkslaunum, lifir alls ekki á 80% af þeim tekjum eins og reglugerð fæðingarorlofssjóðs kveður á um. Það er ef að foreldrar eru svo heppnir að fá yfirleitt greiðslur úr fæðingarorlofssjóði, en námsmenn, fólk í óreglulegri vinnu og fólk í láglaunavinnu getur oft ekki nýtt sér þennan rétt vegna tregðu í regluverki fæðingarorlofssjóðs. Þessi breyting hentaði bara fólki í vel launaðri dagvinnu og hagsmunir barna voru hafðir að engu. Þetta er allt ágæti Ásmundar Einars og hans verka, að auka en frekar lífsgæðabil milli barna tekjulágra og tekjuhárra foreldra. Íslenskt menntakerfi á undir högg að sækja. Í tíð Lilju Alfreðsdóttur hefur til dæmis verið tekið upp eitt leyfisbréf kennara. Sem kennaranema þykir mér það vissulega heillandi hugmynd að læra að verða grunnskólakennari en geta unnið einnig í leik- og framhaldsskóla, en á þessu eru ákveðnir vankantar. Félag framhaldsskólakennara sagði til dæmis að lögin gætu orðið til þess að draga úr menntunar- og gæðakröfum sem gerðar eru til kennara. Það skýtur skökku við, að á sama tíma og við mælumst námslega illa í öllum alþjóðlegum samanburði eigi að grípa til aðgerða sem skerta gæði náms á Íslandi. Lilja kynnti til leiks rafræna ferilbók í byrjun árs 2018, aðgerð sem átti meðal annars að fjölga iðnmenntuðum í landinu og efla iðnnám. Rafræna ferilbókin hefur verið tekin í notkun, en hvar er efling iðnnáms? Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga benti til dæmis á þá alvarlegu stöðu að 700 umsækjendur fái ekki inngöngu í iðnnám og að 18 ára og eldri eigi nánast engan möguleika á að komast í iðnnám. Það dugir ekki að tala bara um mikilvægi iðnnáms, það þarf að bregðast við og koma hlutum í verk. Það er eitt í orði og annað á borði. Mismunun barna eftir efnahag foreldra, aðgerðir gegn gæðum íslensks menntakerfis og stöðnun í iðnmenntun. Þetta er framtíðin sem Framsókn býður ungu fólki og öllu fólki í landinu upp á. Það er langt síðan framsókn hætti að vera samvinnuflokkur. Það er langt síðan framsókn hætti að vinna fyrir alla í þjóðfélaginu og það er langt síðan framsókn hætti að sækja fram. Höfundur er foreldri, kennaranemi og skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun