Eins og sakir standa eru reglurnar þannig að þegar tíu ár eru liðin frá því að egg, sæði eða fósturvísar eru frystir þurfa eigendur þeirra að gera upp við sig hvort þeir vilja nota þá eða farga þeim.
Á þessu eru þó undantekningar, t.d. þegar frumur hafa verið varðveittar vegna þess að viðkomandi hefur gengist undir lyfjameðferð við krabbameini.
Samkvæmt nýja kerfinu yrði fólk innt eftir því á tíu ára fresti hvort það vildi nota frumurnar, láta farga þeim eða varðveita lengur. Sérstakar reglur munu gilda um gjafir frá þriðja aðila og þau tilvik þegar um er að ræða frumur eða fósturvísa einstaklinga sem hafa fallið frá.
Sérfræðingar segja að því fyrr sem kona læstur frysta egg, því meiri líkur séu á því að vel gangi að frjóvga það síðar meir. Umræddar breytingar muni gera það að verkum að konur geta valið að láta frysta egg snemma, jafnvel þótt þær ætli ekki að nota það fyrr en að mörgum árum liðnum.