Kosningar, verðmætin í hafinu og hvað við getum gert betur Arnar Atlason skrifar 6. september 2021 12:00 Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Atlason Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hið margumrædda kvótakerfi, sem við Íslendingar styðjumst við, er í ár 38 ára gamalt. Því var komið á árið 1984 í fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar þáverandi forsetisráðherra. Þegar um þetta er rætt í dag er mikilvægt að horfa til þess hverjir hafa setið í stjórn síðan þá: Sjálfstæðisflokkur: 30 ár Framsóknarflokkur: 27 ár Samfylking og forv: 14 ár Vinstri græn: 9 ár Viðreisn: 1 ár Björt framtíð: 1 ár Flokkur fólksins ekki setið í stjórn Miðflokkur ekki setið í stjórn Píratar ekki setið í stjórn Sósíalistar ekki setið í stjórn (tölur eru rúnnaðar af að heilum árum) Út frá ofantöldu má nokkuð ljóst vera hverjir hafa mótað kerfið og eiga heiður af núverandi mynd þess. Hvað er það sem íslenskur nútímamaður skyldi hafa í huga þegar hann gengur nú inn í kjörklefann? Eitt af því hlýtur að vera að hámarka eigin afrakstur af langstærstu einstöku auðlind okkar þjóðar, sjávarauðlindinni. Í því sambandi má benda á eftirfarandi atriði sem verða til þess að afrakstur okkar er mun minni en hann gæti verið. Öll snúa þau að lægra virði vegna markaðsbresta. Fákeppni , það liggur fyrir að fákeppni ríkir í íslenskum sjávarútvegi. Samt hefur ekki verið hróflað við henni af neinni alvöru, þróunin er skýr og fræðin segja að verðmæti tapist þegar fákeppni eykst. Lóðrétt samþætting og milliverðlagning (transfer pricing) er skilgreind bæði í skattalegu samhengi sem og hagfræðilegu sem markaðsbrestur sem leitt geti til lægra virðis. Á íslandi hafa stærstu fyrirtækin komist upp með að tala um mikilvægi lóðréttar samþættingar, sem þau kalla virðiskeðju, án gagnrýni ráðamanna. Samkeppni , já samkeppni. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem halda á áðurnefndum milliverðlagningarkeðjum í formi útgerðar, landvinnslu, innlendra sölufyrirtækja, erlendra sölufyrirtækja og erlendra aflandsfélaga, er veittur allt að helmingsafsláttur á hráefnisverði samanborið við keppinauta sem ekki halda á nema hluta af keðjunni, (útgerðarmenn án vinnslu og vinnslumenn án útgerðar). Þetta er gert með úreltum verðlagningarreglum í stað þess að notaðar séu rauntölur af samkeppnismarkaði. Hér blasir við að þjóðin verður af gríðarlegum fjárhæðum sem láta auðlindagjöld líta út sem smáaura. Ofangreindur lestur er hugsaður sem veganesti inn í kjörklefann. Undirritaður fullyrðir að íslenski nútímamaðurinn á að bera mun meira úr býtum en hann gerir í dag vegna auðæfanna í hafinu. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun