Kári Stefánsson vill afnema allar fjöldatakmarkanir Árni Sæberg skrifar 6. september 2021 18:31 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir kominn tíma á að afnema fjöldatakmarkanir. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir málum nú vera svo háttað að afnema eigi allar fjöldatakmarkanir enda séu núgildandi takmarkanir illverjanlegar. Í aðsendri grein á Vísi varpar Kári Stefánsson fram sýn sinni á sóttvarnaraðgerðir innanlands. Hann segir ómögulegt fyrir almenning að átta sig á stöðu mála í heimsfaraldrinum og að hann óttist að það sama gildi um sóttvarnaryfirvöld. „Þau eru farin að hljóma eins og þau séu ekki alveg viss um að fyrirmæli þeirra séu öll af hinu góða og um leið og þau hætta að trúa eigin orðum er hætta á því að aðrir geri það líka. Þegar fyrirmæli sem sóttvarnaryfirvöld eru að vandræðast með skerða lífsgæði okkar er kominn tími til þess að endurskoða,“ segir Kári. Vill engar fjöldatakmarkanir Kári vill afnema allar fjöldatakmarkanir og segir erfitt að sýna fram á að smitaður einstaklingur myndi smita fleiri á tvö hundruð manna samkomu en tvö þúsund manna samkomu. Kári vill að leikhúsum og tónleikasölum verði leyft að nýta öll sín sæti með vissum skilyrðum. Hleypt verði inn og út í hollum, engin hlé yrðu og allir gestir bæru andlitsgrímur. „Kannski fælist í þessu einhver áhætta sem er erfitt að meta en hún er ekki mikil. Með þessu væri hægt að endurvekja menningarlíf í landinu og bjarga sviðslistum frá útrýmingu,“ segir Kári. Opnunartími enn takmarkaður „Vínveitingastöðum yrði hins vegar enn um sinn lokað klukkan ellefu á kvöldin vegna þess að eins og bæði bylgja þrjú og fjögur sýndu okkur þá minnkar áfengisnotkun hömlur og breytir hegðun manna að því marki að það eykur til muna líkur á smitum,“ segir Kári um opnunartíma vínveitingarstaða. Þá segir Kári hugmyndina um notkun hraðprófa ekki góða. „Þau eru ónákvæm, villandi og í alla staði óþörf peningaeyðsla,“ segir hann um hraðpróf. Að lokum segir Kári að verja þurfi landamærin áfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi varpar Kári Stefánsson fram sýn sinni á sóttvarnaraðgerðir innanlands. Hann segir ómögulegt fyrir almenning að átta sig á stöðu mála í heimsfaraldrinum og að hann óttist að það sama gildi um sóttvarnaryfirvöld. „Þau eru farin að hljóma eins og þau séu ekki alveg viss um að fyrirmæli þeirra séu öll af hinu góða og um leið og þau hætta að trúa eigin orðum er hætta á því að aðrir geri það líka. Þegar fyrirmæli sem sóttvarnaryfirvöld eru að vandræðast með skerða lífsgæði okkar er kominn tími til þess að endurskoða,“ segir Kári. Vill engar fjöldatakmarkanir Kári vill afnema allar fjöldatakmarkanir og segir erfitt að sýna fram á að smitaður einstaklingur myndi smita fleiri á tvö hundruð manna samkomu en tvö þúsund manna samkomu. Kári vill að leikhúsum og tónleikasölum verði leyft að nýta öll sín sæti með vissum skilyrðum. Hleypt verði inn og út í hollum, engin hlé yrðu og allir gestir bæru andlitsgrímur. „Kannski fælist í þessu einhver áhætta sem er erfitt að meta en hún er ekki mikil. Með þessu væri hægt að endurvekja menningarlíf í landinu og bjarga sviðslistum frá útrýmingu,“ segir Kári. Opnunartími enn takmarkaður „Vínveitingastöðum yrði hins vegar enn um sinn lokað klukkan ellefu á kvöldin vegna þess að eins og bæði bylgja þrjú og fjögur sýndu okkur þá minnkar áfengisnotkun hömlur og breytir hegðun manna að því marki að það eykur til muna líkur á smitum,“ segir Kári um opnunartíma vínveitingarstaða. Þá segir Kári hugmyndina um notkun hraðprófa ekki góða. „Þau eru ónákvæm, villandi og í alla staði óþörf peningaeyðsla,“ segir hann um hraðpróf. Að lokum segir Kári að verja þurfi landamærin áfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira