Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Olgeir hafi áður starfa hjá Nova eða allt frá stofnun.
„Þá vann hann hjá Under Armour sem viðskiptastjóri og að markaðssetningu auk þess sem hann sá um netsölu og markaðsmál hjá Mountaineers of Iceland.
Olgeir er menntaður markþjálfi og kveðst vera heppinn á sínum starfsferli þar sem hann hefur aðeins unnið með topp starfsmönnum á mögnuðum vinnustöðum.
Olgeir er í sambúð með Guðrúnu Finnsdóttir og eiga þau þrjú börn, þær Aþenu, Rakel og Rafney.“
Katrín Ósk er með BA í Business, Economics & IT frá Syddansk University í Danmörku þar sem hún hefur búið síðastliðin ár.
„Katrín hefur góða reynslu af rekstri þjónustu- og tæknivera en áður starfaði hún sem deildarstjóri hjá Vodafone og 365 Miðlum.
Áður en hún flutti erlendis var hún forstöðumaður þjónustuvera 365 Miðla.
Katrín er gift Kristjáni Erni Kristjánssyni framleiðsluverkfræðingi og eiga þau þrjú börn, þau Kristján Einar, Ásdísi Kötlu og Bryndísi Köru,“ segir í tilkynningunni.