Regnboginn er ekki skraut Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 8. september 2021 09:31 Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Reykjavík Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun